Húnavaka - 01.05.1983, Page 170
168
HÚNAVAKA
Föðurafi Guðjóns var Hallgrímur Erlendsson, bóndi í Meðalheimi,
Erlendssonar á Sveinsstöðum Árnasonar, en kona Hallgríms í Meðal-
heimi var Margrét Magnúsdóttir frá Holti á Ásum, hálfsystir Guð-
mundar Magnússonar læknaprófessors. Verða ættir Marðarnúps-
hjónanna ekki raktar lengra, en framanskráð ætti að nægja til þess að
sýna að rætur þeirra stóðu vítt hér um Húnavatnsþing.
Þau Guðjón og Rósa hófu búskap í Hvammi og bjuggu þar um
hálfan annan áratug. Fyrst á móti foreldrum Guðjóns, en síðan á móti
mági hans, Steingrími Ingvarssyni frá Sólheimum í Svínavatnshreppi,
er átti Theódóru systur Guðjóns. Sextán ára sótti Guðjón nám í
Bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og var það hans eina skólaganga,
utan langskóla æfinnar og nokkurrar fræðslu á barnsaldri.
Heimili þeirra hjóna var umsvifamikið og fjölmennt. Börnin fædd-
ust ört og búið blómgaðist. Á þessum árum tók Guðjón mikinn þátt í
sveitarmálum og lét til sín taka á ýmsan hátt. Fjölmenni var á mörg-
um heimilum í Vatnsdal á þessum árum og þar ólst upp mikil fylking
dugmikils fólks. Málfundafélag starfaði um árabil á þessum tíma. Þar
þreyttu menn kapp í mælskulist og málafylgju. Fór af þessu orð út
fyrir sveitina og þótti sumum sem oflætis gætti hjá Vatnsdælingum.
í þessu umhverfi mótaðist Guðjón og naut hann þess síðar á æfinni í
umsvifamiklum félagsmálastörfum. Guðjón hafði ekki þörf fyrir að
sitja á friðarstóli og stormaði stundum um hann í sveitarmálum,
sérstaklega er honum fannst menn vera úr hófi íhaldssamir og kyrr-
stæðir. Enginn var hann þó ófriðarmaður, góður vinur vina sinna og
fljótur til liðsinnis ef mikils þurfti við. Naut sín þá vel meðfæddur
kjarkur hans, áræði og dugnaður.
Þegar Guðjón keypti Marðarnúp árið 1930 stóð hann á fertugu og er
hann flutti sig þangað ári síðar var kona hans fertug.
Guðjón hélt því fram að dulinn verndari sinn hefði sagt sér að kaupa
Marðarnúp. Hvort mun þar vera sama trú á bakvið og þegar Ingi-
mundur gamli yfirgaf erfðagóss sitt í Noregi til þess að nema land í
Vatnsdal? Orsök til búferlaflutnings Guðjóns gat þó verið að honum
hafi verið sjálfum ljóst að tvíbýli hentaði illa umsvifamiklu eðli hans,
jafnvel þótt á sögufrægu höfuðbóli væri, sjálfu setri Björns Blöndals,
sýslumanns og síðar bændajöfursins Benedikts sonar hans, er sat
jörðina þar til faðir Guðjóns keypti hana, svo sem áður segir.
En það var ekki í kot vísað að koma að Marðarnúpi fyrir þau Rósu