Húnavaka - 01.05.1983, Page 171
HÚNAVAKA
169
og Guðjón með börnin sín sjö, þrjár dætur og fjóra syni, og markið var
sett hátt.
Þrátt fyrir kreppuárin, sem fóru í hönd, var tekið til við byggingar,
ræktun og rafvæðingu á Gilá, rétt við bæjarvegginn. Fast var sótt til
fanga. Rekið var sláturfé suður yfir fjöll, útlendingum fylgt um
óbyggðir og fleira sannaði dugnað og áræði Guðjóns. Eru til ritaðar
frásagnir um þessi ferðalög hans, sem voru ærið söguleg.
Af þeim störfum er Guðjón á Marðarnúpi gegndi fyrir sveit sína má
nefna sveitarstjórnarstörf hans og var hann um skeið oddviti Ás-
hrepps. Þá sat hann um árabil i skattanefnd og formaður Búnaðarfé-
lags Áshrepps var hann nokkur ár. Hann var um árabil í stjórn
Sölufélags Austur-Húnvetninga og fulltrúi á fundum Stéttarsam-
bands bænda. Voru þessi störf Guðjóns honum heilshugar og kær með
því að þau fjölluðu um hagsmunamál bænda, en fésýsla og umræður
um peningamál fylgdu honum til endadægurs. Svo rík var sjálfs-
bjargar- og sjálfstæðiskennd hans. Heiðursfélagi var Guðjón bæði í
Búnaðarfélagi Áshrepps og Sölufélagi Austur-Húnvetninga. Var
honum það kært.
Nær upphafi orða minna hér, gat ég um hversu þau Marðarnúps-
hjón voru ólík. Eins og Guðjón var mikilla umsvifa gegnum lífið var
Rósa gagnstætt, hógvær og prúð og nýtti krafta sína fyrir heimili sitt
og fjölskyldu. Virtist hún hverjum manni vel, svo að aldrei heyrðist
um hana talað nema á einn veg. Mun hún lítið rúm hafa látið veðra-
gný sveitarmálanna hafa innan veggja heimilisins. I kvenfélaginu í
Vatnsdal starfaði hún og varð heiðursfélagi þess.
Sem fleiri í móðurætt Rósu unni hún mjög ljóðum, svo orð fór af.
Vil ég segja litla en skemmtilega sögu því tengda:
Það var á síðari búskaparárum þeirra Guðjóns og Rósu að góðir
gestir fóru um dalinn og komu víða. Voru það þeir Davíð Stefánsson
skáld og Sigurður Nordal. Komu þeir að Marðarnúpi. Er þeir gengu
fram stofugólfið á Marðarnúpi opnaðist þar skápur, er stóð við fram-
anverðan hliðarvegg stofunnar, en skáldverk Davíðs hrundu fram á
gólfið við fætur höfundarins. Tók Rósa sér þetta atvik á vissan hátt
nærri og áttum við um það tal. Var ég þar á annarri skoðun. Taldi
atvikið skemmtilegt og táknrænt.
Nokkru síðar orti Davíð kvæði um Vatnsdalinn, þar sem einu
erindinu lýkursvo: