Húnavaka - 01.05.1983, Page 178
176
HÚNAVAKA
kynslóðarinnar í landi voru, er ólst upp í fátækt og skorti fyrri ára,
þeirra er byggðu upp landið oft við hin erfiðustu skilyrði en skiluðu því
í hendur þeirra, er á eftir komu, betra en það áður var.
Útför hennar var gerð frá Blönduóskirkju 16. janúar.
Helga María Ólafsdóttir andaðist 10. ágúst í Reykjavík. Hún var fædd
10. júlí 1915 að Ketu í Hegranesi, þar sem foreldrar hennar bjuggu þá.
Foreldrar hennar voru Ólafur Björnsson frá Ketu og kona hans Jóse-
fína Pálmadóttir frá Æsustöðum, en þau
bjuggu lengst af í Holti á Ásum.
Tveggja ára að aldri flutti hún með for-
eldrum sínum að Mörk á Laxárdal, en þar
ólst hún upp við algeng sveitastörf. Einnig
átti hún heimili í æsku, að BrandsstÖðum og
Eyvindarstöðum í Blöndudal.
Haustið 1936 fór hún í Kvennaskólann á
Blönduósi þar sem hún nam um tveggja
vetra skeið. Árið 1944 fluttist hún að
Hnjúkahlíð þar sem hún átti heimili sitt til
dauðadags. Hóf hún þar búskap ásamt
manni sínum Skafta Kristóferssyni frá Blönduósi.
Námu þau land úr býlinu Hnjúkum og stofnuðu nýbýli. Á þeim
árum var líf frumbýlingsins að mörgu erfitt. Véltæknin í landbúnaði
hafði eigi rutt sér til rúms, eins og nú er orðið og útheimti jarðvinnslan
mikla og þrotlausa vinnu, ef vel átti að vera.
Voru þau samhent um allt er miðaði að framförum og ber býli
þeirra vott um atorku þeirra og framsækni.
Eignuðust þau fimm börn en þau eru:
Sigríður Svanhildur, gift Þorbirni Sigurðssyni, bifvélavirkja á
Blönduósi.
Ingimar, bóndi í Árholti, kvæntur Jósefínu Hrafnhildi Pálmadótt-
ur.
Sverrir, ýtustjóri í Keflavík syðra, ókvæntur.
Ólafur, prentari í Reykjavík, kvæntur Björgu Lárusdóttur frá
Brúsastöðum í Vatnsdal.
Flosi, bifvélavirki í Reykjavík, heitbundinn Guðnýju Sigurgeirs-
dóttur.
Þótt Helga gerði eigi víðreist um ævina og nyti eigi langrar mennt-