Húnavaka - 01.05.1983, Page 179
HÚNAVAKA
177
unar, skilaði hún miklu ævistarfi, starfi húsmóðurinnar, sem jafnan er
unnið í kyrrþey, en er engu að síður eitt hið mikilvægasta í þjóðfélag-
inu.
Útför hennar var gerð frá Blönduóskirkju 21. ágúst.
Þorleifur Ingvarssort Sólheimum, andaðist 27. ágúst á Héraðshælinu.
Hann var fæddur 9. október árið 1900 í Sólheimum í Svínavatns-
hreppi. Foreldrar hans voru Ingvar Þorleifsson frá Grund Helgasonar
og Kristín Gísladóttir, Sigurðssonar. Hún
var ættuð úr Eyjafirði.
Synir Ingvars og Kristínar voru tveir,
Steingrímur og Þorleifur. Steingrímur bjó
síðar í Hvammi í Vatnsdal, kona hans var
Theódóra Hallgrímsdóttir frá Hvammi.
Tæpra tveggja ára missti Þorleifur móður
sína. Var honum þá komið í fóstur til
Hannesar Sveinbjörnssonar og konu hans
Þorbjargar Jónsdóttur, er þá bjuggu á Geit-
hömrum og síðar í Sólheimum.
Ungur að árum fór hann í Unglingaskóla á Hvammstanga og var
þar við nám vetrarlangt. Síðan fór hann utan til Noregs þar sem hann
dvaldi í eitt og hálft ár og kynnti sér búskaparháttu Norðmanna.
Einnig mun hann hafa stundað nám um tíma við lýðskóla. Árið 1922
kom hann heim frá Noregi og hóf búskap á hálfum SóÍheimum. Hóf
hann búskapinn af stórhug og bjartsýni og varð brátt í röð fremstu
bænda í sveit sinni.
Árið 1927 réðist til hans ráðskona, Sigurlaug Hansdóttir, vestan úr
Vatnsdal, hin ágætasta kona er öllum vildi gott gjöra.
Varð heimili þeirra þekkt rausnarheimili þar sem m.a. gamalt fólk,
er hvergi átti höfði sínu að halla, átti sér athvarf.
Eignuðust þau fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi:
Fjóla, ljósmóðir á Sauðárkróki, gift Ingólfi Guðmundssyni bifvéla-
virkja.
Ingvar, bóndi og hreppstjóri í Sólheimum, kvæntur Sigríði Ingi-
mundardóttur.
Steingrímur, tæknifræðingur í Reykjavík, kvæntur Ethel Þorleifs-
son, finnskri konu.
12