Húnavaka - 01.05.1983, Page 180
178
HÚNAVAKA
Svanhildur, gift Ragnari Þórarinssyni, bifreiðastjóra hjá K.H.,
Blönduósi.
Sigurður er lést á barnsaldri.
Auk þess ólust upp hjá þeim dóttir Sigurlaugar, Lára Guðmunds-
dóttir og dóttir hennar, Sjöfn Ingólfsdóttir, en maður hennar er Bjarni
Olafsson.
Sigurlaug dvaldi allmörg ár á Ellideild Héraðshælisins á Blönduósi,
þar sem hún lést 16. mars 1980, háöldruð.
Þorleifur Ingvarsson var maður vel greindur, fríður sýnum,
gleðimaður á góðri stund og hrókur alls fagnaðar á mannamótum.
Hann var söngmaður ágætur og hafði háa og bjarta tenórrödd.
Hann var félagsmálamaður mikill og eindreginn samvinnumaður.
Honum voru þvi falin trúnaðarstörf í þágu sveitar sinnar og sýslu. Var
hreppstjóri um skeið. Sat í sveitarstjórn um árabil, og var yfir tuttugu
ár í stjórn Búnaðarfélags Svínavatnshrepps, elsta búnaðarfélagi
landsins og formaður þess um skeið. Um áratugi var hann deildarstjóri
sveitar sinnar í Kaupfélagi Húnvetninga og fulltrúi á fjölda aðalfunda
félagsins. Þá var hann síðasti formaður Svínvetningabrautarfélagsins,
eða þar til félagið var lagt niður þegar það hafði lokið hlutverki sínu.
Um árabil hafði hann með höndum forðagæslustörf í sveit sinni, auk
annarra trúnaðarstarfa er hann gegndi af mikilli samviskusemi og
dugnaði.
Árið 1970 brá hann búi og fól það í hendur syni sínum Ingvari, en
þeir höfðu þá um skeið búið félagsbúi. Var það þá orðið eitt af stærstu
búurn sýslunnar. Sama ár fluttu þau Þorleifur og Sigurlaug til
Reykjavíkur til sonar þeirra Steingríms og bjuggu þar í tvö ár. Festu
þau eigi rætur þar, en fluttu aftur norður og settust að hjá dóttur sinni,
Svanhildi og Ragnari manni hennar á Blönduósi. Átti hann heimili
sitt þar til dauðadags. Sama ár og þau fluttu norður reistu þau sér
sumarhús í Sólheimum þar sem þau dvöldu á sumrum. Voru þau
óþreytandi í að fegra umhverfi þess og bar lóðin í kring vott um
smekkvísi þeirra og elju.
Þorleifur í Sólheimum var maður vinmargur og vinsæll meðal
samferðamanna sinna. Hann v'ar stórhuga framfaramaður og hrein-
skiptinn í viðskiptum og minnisstæður persónuleiki þeim er honum
kynntust.
Utför hans var gerð frá Svínavatnskirkju 4. september.