Húnavaka - 01.05.1983, Page 182
180
hOnavaka
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi en syst-
kinin voru tíu og eru sjö þeirra á lífi.
Barn að aldri, missti hann föður sinn og er fyrirvinna heimilisins var
fallin frá, féll það í hlut Páls og bræðra hans
að sjá heimilinu farborða, ásamt móður
þeirra. Á þessum árum, um og eftir 1930, var
mikil kreppa víða um lönd. Fóru íslendingar
eigi varhluta af þessu bágborna ástandi.
Víða var því erfitt um vik á barnmörgum
heimilum til sjávar og sveita. Svo mun hafa
verið á hinu barnmarga heimili á Smyrla-
bergi. Mun þetta ástand hafa mótað margan
manninn og kennt honum ráðdeild, iðni og
forsjá. Svo mun hafa verið með Pál.
Hann vann alla algenga vinnu er til féll
heima í sveit sinni, þar til hann fór í Bændaskólann á Hólum í
Hjaltadal haustið 1930.
Eftir að Páll lauk námi á Hólum, vann hann um skeið með vinnuvél
við jarðyrkjustörf víðsvegar um sýsluna. En upp úr árinu 1933 hóf
hann bifreiðaakstur er hann stundaði allt til dauðadags.
Þann 28. desember 1946 gekk hann að eiga Huldu Bjarnadóttur frá
Blönduósi og hafa þau átt heimili sitt í Tilraun á Blönduósi.
Eignuðust þau þrjú börn en þau eru:
Bjarni, gröfustjóri á Blönduósi, kvæntur Huldu Leifsdóttur.
Ingibjörg Ásdís, læknaritari í Reykjavík, gift Guðmundi Árnasyni
menntaskólakennara.
Stefán Guðmundur, er dvelur í heimahúsum.
Með Páli Stefánssyni er genginn traustur og mikill drengskapar-
maður. Hann var jafnlyndur og tryggur vinum sínum, duglegur ráð-
deildarmaður eins og áður er að vikið.
Útför hans var gerð frá Blönduóskirkju 27. nóvember.
Guðbjörg Jónsdóttir, andaðist 7. desember á Héraðshælinu. Hún var
fædd 1. október 1901 í Hnífsdal vestra. Foreldrar hennar voru Jón
Jónsson seglasaumari og Jófríður Jónsdóttir, er þá átti heimili sitt í
Hnífsdal.
Barn að aldri missti hún foreldra sína og ólst því upp hjá móður-
systur sinni, Margréti Jónsdóttur, er bjó á ísafirði og síðar í Reykjavík.