Húnavaka - 01.05.1983, Síða 183
HÚNAVAKA
181
Árið 1920 fluttist hún hingað norður í Húnaþing og ári síðar giftist
hún Sveini Björnssyni er ættaður var af Álftanesi. Þau áttu heimili á
Torfalæk, þar sem þau voru lengst af í húsmennsku eða allt til ársins
1950. Mann sinn missti hún 1957.
Eignuðust þau sex börn, en þau eru:
Kristín, búsett í Reykjavík, gift Vigfúsi
Vigfússyni. Hann er látinn.
Guðmundur, kvæntur Sólbjörgu Vigfús-
dóttur. Þau eru búsett í Ytri-Njarðvík.
Björn, búsettur í Ytri-Njarðvík, kvæntur
Jónu Lárusdóttur. Hún er nú látin.
Jóhanna, gift Jóni Þórðarsyni, búsett í
Reykjavík.
Magnús, kvæntur Lilju Sigurjónsdóttur,
búsett í Reykjavík.
Guðbjörg Pálína, gift Ólafi Emilssyni. Þau eru búsett á Vopnafirði.
Guðbjörg átti lengst af við mikla vanheilsu að stríða. Hún var ein
meðal þeirra hógværu í landinu, er unnu heimili sínu og börnum til
heilla og blessunar.
Útför hennar var gerð frá Blönduóskirkju 13. desember.
Síra Arni Sigurðsson.
Halldór Jóhannsson, fyrrum bóndi á Bergsstöðum, lézt 5. marz á
Héraðshælinu. Hann var fæddur á Birningsstöðum í Ljósavatns-
hreppi, S.-Þing. hinn 20. júlí 1895.
Foreldrar hans voru hjónin Kristín Bjarnadóttir og Jóhann
Indriðason, er bjuggu lengst af á Arnstapa í Ljósavatnsskarði. Þar sleit
Halldór barnsskónum ásamt tveimur bræðrum sínum, Sigurgeiri og
Sigurði.
Eigi var um mikla skólagöngu að ræða hjá Halldóri, barnaskóli var
i sveitinni, en auk þess dvaldi hann eitthvað í unglingaskóla á Ljósa-
vatni. Mun hugur hans þó hafa stefnt til frekara náms í æsku, en kröpp
kjör hindruðu það. Á uppvaxtarárum sínum var Halldór í vinnu-
mennsku á ýmsum stöðum, m.a. um tíma hjá Sigurði Jónssyni í
Yztafelli, sem hann mat mjög mikils.