Húnavaka - 01.05.1983, Page 184
182
HÚNAVAKA
Þann 5. mai 1923 gekk Halldór að eiga Guðrúnu Guðmundsdóttur
frá Leifsstöðum í Svartárdal, en hún hafði flutzt norður í Ljósavatns-
skarð til systur sinnar þar, sem var gift Sigurgeiri bróður Halldórs.
Þessi ráðahagur reyndist vera mikið gæfu-
spor í lífi þeirra beggja. Fluttust ungu hjónin
þetta sama vor vestur í Húnavatnssýslu og
hófu búskap á Skottastöðum í Svartárdal,
sem þau tóku á leigu. Skottastaðir voru lítið
býli og erfitt, en fátt var um laust jarðnæði á
þessum árum og því vart um annað að gera
en taka því sem bauðst.
Á Skottastöðum varð Halldór fyrir nokkr-
um áföllum heilsufarslega. Hann var skorinn
upp við botnlangabólgu, en svo illa tókst til,
að aðgerðin mistókst, og varð að skera hann í
annað sinn. Hafði hann af þessu lengi vanlíðan hina mestu, en gekk að
störfum sem endranær.
Árið 1939 flytja þau hjónin að Fjósum í sömu sveit með tvö elztu
börn sin og dvelja þar um þriggja ára skeið. Það var breyting til hins
betra. Árin á Fjósum voru góð ár í lífi fjölskyldunnar og efnahagur fór
þar batnandi.
Árið 1942 kaupir Halldór jörðina Bergsstaði í Svartárdal, sem var
kirkjustaður og prestssetur frá fornu fari, eða allt frá því á 14. öld.
Siðasti prestur, er þar sat, var séra Björn Stefánsson, síðar prestur að
Auðkúlu. Við komu séra Gunnars Árnasonar í prestakallið árið 1925
höfðu jarðaskipti farið fram milli hans og Gísla Pálmasonar bónda á
Æsustöðum í Langadal. Séra Gunnar flytzt í Æsustaði, sem verður
prestssetur þaðan í frá, en Gísli flytzt að Bergsstöðum, Gísli lézt vet-
urinn 1942 og nokkrum mánuðum síðar kaupir Halldór jörðina af
ættingjum hans. Á Bergsstöðum búnaðist fjölskyldunni vel, enda er
það mikil jörð og vel til búskapar fallin. Halldór var góður bóndi, hélt
húsum vel við og bætti jörð sína að ræktun.
Á Bergsstöðum bjuggu þau hjónin ásamt börnum sínum, sem nú
voru orðin þrjú, til ársins 1963, en þá brugðu þau búi og fluttu niður á
Blönduós, keyptu sér húsnæði þar, sem nefnt var Kista.
Börn þeirra Halldórs og Guðrúnar eru þessi talin í aldursröð:
Guðmundur rithöfundur, búsettur á Sauðárkróki, kona Þóranna
Kristjánsdóttir.