Húnavaka - 01.05.1983, Side 185
HÚNAVAKA
183
Kristín, húsfreyja á Bergsstöðum, maður Gestur Pálsson.
Guðfríður Bóthildur, búsett á Blönduósi, maður Davíð Sigurðsson.
A Blönduósi stundaði Halldór ýmiss konar störf, meðan kraftar
leyfðu, vann hjá hreppsfélaginu á sumrin en eitthvað við fjárhirðingu
á vetrum.
Er elliheimilið Hnitbjörg tók til starfa á Blönduósi 1980, fluttu þau
Halldór og Guðrún þar inn og voru fyrstu innflytjendurnir þar. Þar
hafa þau átt gott og rólegt ævikvöld. Lifir Guðrún mann sinn, 82ja ára
að aldri.
Halldór Jóhannsson var þrekmenni hið mesta. Hann var maður
fámáll, en ekki fáskiptinn, ekki allra viðhlæjandi, en gat verið glaður á
góðri stund, nokkuð skapríkur, en fór vel með, viðkvæmur í lund.
Tilfinningar sínar bar hann ekki á torg. Hann hafði næmt eyra fyrir
orðlist, bæði i bundnu og óbundnu máli, var sjálfur góður hagyrð-
ingur, þótt hann flíkaði því lítt. Störf sín öll vann hann af alúð og
samvizkusemi. Þótt ævistarf hans væri bundið við búskap, átti hann
sér mörg fleiri áhugamál, sem styttu honum stundir, svo sem bóklestur
og söng. Halldór starfaði í sóknarnefnd Bergsstaðakirkju og var með-
hjálpari þar um árabil.
Utför Halldórs fór fram frá Bergsstaðakirkju 13. marz.
Emelía Svanlaug Þorgrímsdóttir, Brúarhlíð, var fædd 2. desember 1924
í Syðra-Tungukoti, nú Brúarhlíð, í Blöndudal. Hún lézt á Héraðs-
hælinu 14. april eftir langvarandi vanheilsu.
Foreldrar hennar voru hjónin Þorgrímur
Stefánsson og Guðrún Björnsdóttir, komin af
húnvetnsku og skagfirsku bændafólki, en
bjuggu í Brúarhlíð allan sinn búskap. Emelía
ólst upp í Brúarhlíð í hópi sex systkina og
tveggja fóstursystkina. Var hún næstyngst
sinna systkina, en af þeim eru fjögur á lífi í
dag, einnig fóstursystkinin.
Emelía ólst upp á kreppuárunum svoköll-
uðu, er voru mörgum heimilum þessa lands
þung í skauti. Heimilið var barnmargt og
efnahagur þröngur, það gefur því auga leið, að litið svigrúm var til að
uppfylla aðrar þarfir en þær brýnustu.