Húnavaka - 01.05.1983, Qupperneq 186
184
HÚNAVAKA
Emelía var í barnaskóla heima í dalnum hjá Bjarna Jónassyni í
Blöndudalshólum, er hélt skóla á heimili sínu, en um frekari skóla-
göngu var ekki að ræða, enda ekki venjan á þeim árum. Þó dvaldi hún
vetrarpart á Varmalæk í Skagafirði við saumaskap, einnig um tíma á
Blönduósi við sauma á karlmannafataverkstæði á vegum Kaupfélags
Húnvetninga. Hvort tvæggja reyndist henni hollur skóli.
Árið 1951 gekk Emelía að eiga Guðmund Eyþórsson frá Syðri-
Löngumýri. Það reyndist vera gæfuspor, því að þau voru mjög sam-
hent alla tíð. Hófu þau búskap í Brúarhlíð það sama ár og bjuggu þar
öll sín búskaparár. Þau hjón bjuggu góðu búi, ekki mjög stóru, en
höfðu af því góðar nytjar. Emelía var hneigð til búskapar og alls, er að
honum laut og vann bústörfin meðan kraftar leyfðu.
Þau hjón eignuðust fjögur börn, en af þeim er aðeins eitt á lífi,
Ingibjörg Steinunn, sem dvalið hefur í heimahúsum, hin börnin dóu í
eða skömmu eftir fæðingu. Síðar bættist við í fjölskyldunni dóttir
Steinunnar, Guðmunda, sem alizt hefur upp hjá afa sínum og ömmu.
Þegar Emelía var 15 ára gömul, varð hún fyrir því áfalli að fá
blóðtappa í lungu. Olli það röskun á blóðrásinni og í kjölfar þeirra
væikinda fylgdu fótasár, sem hún losnaði ekki við eftir það. Var hún
alla tíð þjáð af þessum sökum og varð að dvelja langtímum saman á
sjúkrahúsum fjarri heimili sínu.
Emelía Þorgrímsdóttir var glaðsinna að eðlisfari og félagslynd, naut
sín vel í góðum félagsskap. Hún var virkur félagi í ungmennafélagi
svæitarinnar og kvenfélagi um árabil, sparaði þar hvergi krafta sína,
eftir því sem þeir leyfðu. Einnig voru málefni fatlaðra henni hjart-
fólgin sem og margt annað, því hún fylgdist vel með því, sem var að
gerast í samfélaginu. Hún var dýravinur, hafði sérstakt yndi af hestum
og átti góða reiðhesta. Það var hennar hálfa líf að ferðast á hestbaki. Á
þann hátt gat hún farið um, þótt lasburða væri og kæmist ekki fót-
gangandi. í því efni gaf hún ekki þeim eftir, er heilbrigðir voru,
undruðust margir leikni hennar á þessu sviði þrátt fyrir fötlun.
Eins og títt er um fólk, sem háir langvinna sjúkdómsbaráttu, bjó
hún yfir vissu næmi eða hæfileikum, fann ýmislegt á sér, svo ekki
komu henni allir hlutir á óvart. Emelía var bjartsýnismanneskja að
eðlisfari og hafði til að bera sterka trú á lífið. Lífstrú hennar, ásamt
hinni glöðu lund, átti vafalaust veigamesta þáttinn í því, hve vel henni
tókst að allra dómi, er til þekktu, að varðveita rósemi hugans og taka