Húnavaka - 01.05.1983, Síða 189
HÚNAVAKA
187
fæturna að verulegu leyti, svo að hann gat unnið öll störf þaðan í frá,
stakk þó ætíð við á vinstra fæti.
Guðmundur fluttist síðan vestur til foreldra sinna í Hnífsdal og hóf
að vinna þar fyrir sér við ýmiss konar störf.
Ekki veitti af, því barnahópurinn var stór,
systkinin voru sjö talsins. Af þeim eru nú þrjú
látin, en þau eru auk Guðmundar: Kjartan,
er búsettur var í Hafnarfirði, og Elín Ingi-
björg, búsett í Reykjavík. Á lífi eru: Jóhann,
búsettur í Reykjavík, Halldór, fyrrum bóndi
á Syðri-Löngumýri, nú búsettur í Reykjavík,
Haraldur Róbert, sem verið hefur heimilis-
fastur í Brúarhlíð frá árinu 1975, og Haukur
Líndal, búsettur í Reykjavík.
Næstu árin var Guðmundur kaupamaður
á nokkrum stöðum þar vestra, m.a. um sjö ára skeið hjá Valdimar
Þorvaldssyni, útvegsbónda, Heimabæ í Hnífsdal.
Guðmundur var hraustmenni að eðlisfari, og þrátt fyrir fötlun sína
varð hann snemma snjall fjallgöngumaður, svo að orð fór af. Reyndar
þakkaði hann fjallgöngunum ekki sízt þann mikla og góða bata, er
hann hlaut eftir lömunarveikina.
Tuttugu og sjö ára að aldri heldur Guðmundur aftur heim á vit
bernskustöðvanna í Húnavatnssýslu. Ræðst hann til að byrja með sem
vinnumaður að Svínavatni í Svínavatnshreppi og var þar næstu árin
og á fleiri bæjum í sveitinni.
Árið 1951 gekk Guðmundur að eiga Emelíu Þorgrímsdóttur frá
Brúarhlíð í Blöndudal. Þau hófu búskap í Brúarhlíð það sama ár og
bjuggu þar alla tíð. Þau voru bæði samhent við búskapinn, bjuggu
ætíð góðu meðalbúi og bættu jörðina að ræktun og húsakosti. Þau
eignuðust fjögur börn, en af þeim er aðeins eitt á lífi, Ingibjörg Stein-
unn, sem dvalið hefur í foreldrahúsum, hin dóu í eða skömmu eftir
fæðingu. Á heimilinu hefur einnig alizt upp dótturdóttir þeirra,
Guðmunda.
Emelía húsfreyja var heilsulítil allt frá unglingsárum. Hún lézt 14.
apríl 1982 eftir langvarandi vanheilsu, og skömmu síðar eða s.l. sumar
tók Guðmundur að kenna þess sjúkdóms, er dró hann til dauða rösk-
lega átta mánuðum eftir lát konu sinnar.
Guðmundur Eyþórsson var um margt óvenjulegur maður. Hann