Húnavaka - 01.05.1983, Síða 190
188
HÚNAVAKA
var geðprýðismaður, svo af bar, sást aldrei skipta skapi, mótlæti öllu,
hvort sem voru veikindi konu hans eða annað, tók hann með einstöku
æðruleysi og hugarró, sem ekkert virtist fá haggað. Til þess mun hafa
hjálpað honum glöð og fórnfús lund og trú á lífið, sem hann átti til
hinztu stundar. Hann var hlédrægur maður, lítt fyrir að trana sér
fram, en vinafastur, og var heimakær. Heimili sínu, konu og börnum
helgaði hann krafta sína alla, ást og umhyggju.
Útför hans fór fram frá Bólstaðarhlíðarkirkju 4. janúar 1983.
Sr. Olafur Þ. Hallgrímsson.
Steinunn Jónína Jónsdóttir frá Stórholti Höfðakaupstað andaðist hinn
6. apríl 1982 á Héraðshælinu. Steinunn var fædd hinn 14. febrúar árið
1895 í Tungu í Skutulsfirði. Foreldrar hennar voru þau Jón Jónsson
bóndi þar og kona hans Jónfríður Jónsdóttir.
Steinunn var hin þriðja í röðinni af þrettán
börnum þeirra hjóna. Þá er Steinunn var 10
ára að aldri, og fjölskyldan hafði flutzt til
Hnífsdals, lést faðir hennar frá konu og stór-
um barnahóp. En Jónfríði móður hennar
tókst með óþreytandi elju að halda heimilinu
saman þau sjö ár, er hún lifði mann sinn.
Hún lést árið 1912. Þá var Steinunn á
átjánda aldursári, og svo sem títt var um
stúlkur á hennar aldri réðist hún í kaupa-
mennsku. Fór hún að Torfalæk í samnefnd-
um hreppi. Að Kringlu bjó þá ekkja Teits Björnssonar bónda þar, en
sonur þeirra nefndist Björn. Felldu þau Steinunn og Björn hugi saman
og fór svo að þau voru gefin saman af Bjarna Pálssyni prófasti í
Steinnesi. Þetta voru erfið ár, það var kreppa, ekki aðeins á íslandi,
heldur hvarvetna í hinum vestræna heimi, og kjör almennings voru
erfið. Annað hjúskaparár sitt fæddist þeim Steinunni og Birni fyrsta
barn þeirra. Þá voru þau á Kringlu, en þaðan fóru þau skömmu síðar
og voru eftir það víða. Þrátt fyrir kröpp kjör tókst þeim ætíð að sjá fyrir
sér og sínum, þótt aldrei eignuðust þau sjálf jarðnæði. Eftir að þau
höfðu verið eitt ár á jörðinni Spákonufelli, fluttu þau niður í Höfða-
kaupstað. Festu þau kaup á húsinu Þórsmörk, og þar bjuggu þau