Húnavaka - 01.05.1983, Síða 191
HÚNAVAKA
189
fyrstu árin. Þetta var á stríðsárunum, og öldin var orðin önnur, fram-
kvæmdir voru hér töluverðar, og fór svo að Björn fékk vinnu við
framkvæmdir í tengslum við hafnarbætur. Við þá vinnu varð hann
fyrir slysi, og dró það hann til dauða, þrem vikum síðar.
Þrátt fyrir þá staðreynd, að Steinunn stæði nú ein uppi með þrjú
börn, var henni ekki uppgjöf í huga. Hún hóf vinnu utan heimilisins
við öll þau störf er þá buðust, og fjórum árum eftir lát mannsins síns
ræðst hún, ekkjan, í það að reisa fjölskyldunni nýtt þak yfir höfuðið, er
hún, á móti öðrum byggði húsið Stórholt, einstakt afrek á þeim tíma.
Steinunn hafði alist upp við erfið kjör. Hún þurfti að temja sér
þolgæði og skapfestu, eiginleika sem urðu henni dýrmætt veganesti í
lífsbaráttunni. Henni var gefin góð heilsa, hún var þrekmikil og ósér-
hlífin og henni féll aldrei verk úr hendi. Hún var fróðleiksfús, las mikið
af þjóðlegum bókmenntum, og átti þrátt fyrir lítil efni, töluvert bóka.
Þau Steinunn og Björn eignuðust þrjár dætur. Elínborgu, Margréti
og Hrefnu. Elínborg er nú látin, en hún eignaðist þrjú börn. Hún var
gift Jóni Benediktssyni frá Höfnum á Skaga. Margrét er gift Guð-
mundi Magnússyni í Reykjavík, og eiga þau þrjá syni. Hrefna er gift
Gunnari Albertssyni og eru þau búsett í Höfðakaupstað. Eiga þau tvo
syni, en Hrefna átti einn son er þau kynntust.
Steinunn var um tíma hjá þeim Hrefnu og Gunnari, en heilsa
hennar var þá tekin að bila eftir langa og starfssama æfi. Síðast
dvaldist hún á Héraðshælinu á Blönduósi.
Hún var jarðsett í Spákonufellsgarði hinn 17. april 1982.
GuðríðurJónasdóttir Steinnýjarstöðum Skagahreppi andaðist hinn 20.
april 1982 að heimili sínu. Guðríður var fædd hinn 3. ágúst árið 1908 á
Kálfshamri á Skaga. Foreldrar hennar voru þau Jónas Þorvaldsson
bóndi og sjómaður þar, og kona hans Sigurbjörg Jónasdóttir. Guð-
ríður var elst af fimm börnum þeirra hjóna.
Þegar Guðríður var tveggja ára, keypti Jónas faðir hennar jörðina
Fjall, og flutti fjölskyldan þangað. Jónas var talinn vel stæður bóndi
miðað við það sem þá gerðist, því þetta voru erfiðir tímar og víða mikil
örbirgð. Liðlega tvítug að aldri fór Guðríður sem kaupakona að
Króksseli, og var þar eitt ár. Þá kynntist hún manni sínum Kristjáni
Guðmundssyni og hóf sambýli með honum. Kristján hafði þá tekið við
búskap af foreldrum sínum í Hvammkoti í Skagahreppi. Það áraði
ekki vel um þær mundir er þau Guðríður og Kristján hófu hjúskap