Húnavaka - 01.05.1983, Side 192
190
HÚNAVAKA
sinn, jörðin var afskekkt og vegur hafði ekki verið lagður um sveitina.
Sveiflur í árferði voru tíðar og sjúkdómur í sauðfé magnaðist svo ekki
var við neitt ráðið, uns að lokum var ákveðinn allsherjar niðurskurður
á fé. Árið 1949 keyptu þau Kristján og Guð-
ríður jörðina Steinnýjarstaði. Ræktuðu þau
upp nýjan fjárstofn og vænkaðist hagur
þeirra er fram liðu stundir.
Guðríður var alla tíð heilsuhraust kona, og
góð heilsa var Guðs gjöf, því starf húsfreyj-
unnar á stóru sveitaheimili var ærið, svo ekki
sé meira sagt. Hún var ætíð fyrst á fætur á
morgnana, og tók síðust heimilismanna á
sig náðir á kvöldin. Guðríður hafði alist upp
við vinnusemi, faðir hennar var orðlagð-
ur dugnaðarmaður, og það veganesti varð
henni dýrmætt. Barngóð var hún með afbrigðum, og ótalin eru þau
börn er nutu hlýju hennar er þau voru í sveit hjá þeim hjónum á
sumrum. Kærleikurinn til alls sem lífsanda dregur var henni leiðarljós
í lífinu og trú hennar var einlæg. Kristján, maður Guðríðar, lést fyrir
þremur árum. Börn þeirra eru: Kristján, sem giftur er Árnýju Hjalta-
dóttur bónda á Skeggjastöðum. Sigurlaug, sem gift er Pétri Sveinssyni.
María, sem gift er Sveini Sveinssyni. Sigurbjörg, sem gift er Gunnari
K. Stefánssyni. Ásta, sem gift er Sigurði Einarssyni, og Guðmundur,
sem kvæntur er Ragnheiði Grímsdóttur.
Kristján, elsti sonur þeirra Guðríðar og Kristjáns, tók ásamt konu
sinni við búskapnum á Steinnýjarstöðum árið 1964, en gömlu hjónin
áttu þar, ásamt þeim, heimili sitt til æfiloka.
Guðríður var jarðsett að Hofi hinn 30. apríl 1982.
Sigurlaug Björnsdóttir Iðavöllum Höfðakaupstað andaðist hinn 7.
september að Héraðshælinu. Sigurlaug var fædd hinn 13. júní árið
1911 á Örlygsstöðum í Skagahreppi. Foreldrar hennar voru þau Björn
Guðmundsson bóndi þar og kona hans Sigurlaug Kristjánsdóttir frá
Skeggjastöðum. Sigurlaug var hin sjötta í röðinni af tíu börnum þeirra
hjóna.
Sigurlaug ólst upp á Örlygsstöðum, en Björn faðir hennar hafði
farið að búa þar um aldamótin. Björn lést árið 1938, en hann var
orðlagður dugnaðar- og gáfumaður sem breytti jörð sinni úr koti í