Húnavaka - 01.05.1983, Page 193
HÚNAVAKA
191
stórbýli, og var haft eftir kunnugum að framkvæmdir hafi hann unnið
sjálfur ásamt börnum sínum, en fáir aðrir komið nærri. Var iðjusemi
honum í blóð borin.
Barnaskóli var haldinn á Örlygsstöðum
fyrir nærliggjandi sveitir og gekk Sigurlaug í
hann. Seinna nam hún orgelleik, m.a. hjá
Guðríði Líndal á Holtastöðum. Einnig var
hún um tíma hjá síra Þorsteini og Ólínu í
Steinnesi, en Þorsteinn hélt skóla fyrir ungl-
inga heima hjá sér.
Sigurlaug fékk snemma áhuga á blóma- og
trjárækt, og er hún var um tvítugt dvaldi
hún um árs skeið á Akureyri og nam ræktun í
Gróðrarstöðinni þar. Þessi áhugi fylgdi
henni æ síðan.
Árið 1936 giftist Sigurlaug eftirlifandi manni sínum Haraldi Sig-
urjónssyni. Þau Sigurlaug og Haraldur voru fyrst um tíma á Örlygs-
stöðum uns þau fluttu og voru á Vindhæli í samnefndum hreppi um
vetrar skeið, en eftir það réðust þau í að kaupa húsið Iðavelli í
Höfðakaupstað. Þar bjuggu þau ævinlega síðan, eða í um 40 ár.
Sigurlaug var heilsugóð þar til hún fyrir 10 árum eða svo tók það
mein sem ekki varð komist fyrir þrátt fyrir tilraunir, og þótt lægi niðri
um tíma. Þótt hún þjáðist af meini sínu, varð það ekki á henni fundið,
alltaf hélt hún gleði sinni og bar sig vel. Hún unni þjóðlegum bók-
menntum og las mikið af æfisögum og bókum um þjóðleg fræði. Þá
var hún í kirkjukór Hólaneskirkju.
Börn þeirra Sigurlaugar og Haralds eru: Björn, sem kvæntur er
Aldísi Guðbjörnsdóttur og eiga þau einn son. Þau eru búsett í Ólafs-
vik. Grétar Jón, sem kvæntur er Sigurlaugu Díönu Kristjánsdóttur og
eiga þau tvo syni. Þau eru búsett í Höfðakaupstað. Sigurjón Jóhann,
sem kvæntur er Róselíu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn. Þau eru
búsett á Blönduósi.
Sigurlaug var jarðsett í Spákonufellsgarði hinn 11. september 1982.
Margrét Sigurðardóttir frá Mánaskál á Laxárdal, Fjallsmynni Höfða-
kaupstað andaðist að heimili sínu hinn 8. september 1982. Margrét
fæddist að Ósi í Nesjum hinn 16. mars árið 1914. Hún var dóttir
hjónanna Sigurðar Jónssonar og konu hans Sigurbjargar Jónsdótt-