Húnavaka - 01.05.1983, Page 194
192
HÚNAVAKA
ur er þar bjuggu. Margrét var hin þriðja í röðinni af átta börnum
þeirra.
Þau Sigurður og Sigurbjörg, foreldrar Margrétar, fluttust árið 1918
frá Ósi og að jörðinni Mánaskál á Laxárdal,
sem Sigurður hafði þá keypt. Sigurbjörg
húsfreyja lést árið 1922, skömmu eftir að
yngsta barnið fæddist. Voru tvö yngstu
börnin látin til fósturs, en hin ólust upp á
Mánaskál hjá föður sínum og ömmu, sem
tók við búsforráðum að tengdadóttur sinni
látinni.
Árið 1958 flutti Margrét frá Mánaskál til
Höfðakaupstaðar. Tveimur árum síðar
keypti hún húsið Fjallsmynni, ásamt syni
sínum Sigurði Gunnari Jónssyni sem fæddur
er hinn 9. febrúar 1934. Bjuggu þau mæðgin þar ævinlega síðan.
Ekki þótti öllum auðfengin vinátta Margrétar, en þeim sem hana
öðluðust kom saman um að tryggari vin og betri væri erfitt að kjósa
sér.
Eftir að þau mæðgin komu til Höfðakaupstaðar starfaði Margrét
við þá vinnu sem verkakonum buðust. Var hún m.a. nokkurn tíma í
Rækjuvinnslunni, en þar eignaðist hún marga vini og líkaði vel við
starf sitt. Margrét hætti störfum fyrir nokkru sökum heilsubrests.
Útför hennar var gerð frá Höskuldsstaðakirkju hinn 15. september
1982, og er hún jarðsett í garði hennar.
Ami Björn Kristófersson Árnesi Höfðakaupstað andaðist að heimili
sínu hinn 11. október 1982. Árni Björn fæddist í Bólstaðarhlíð í sam-
nefndum hreppi hinn 29. nóvember árið 1892. Móðir hans var
Sveinsína Sveinsdóttir. Nýfæddum var honum komið i fóstur til
föður síns Kristófers Jónssonar bónda í Köldukinn, og konu hans
önnu Árnadóttur. Ólst Árni þar upp síðan, undir handarjaðri fóstru
sinnar sem gekk honum í móðurstað og sýndi honum frábæra ástúð og
umönnun, ekkert síður en sínum eigin börnum.
Konuefni sitt sótti Árni að bænum Kringlu. Var það Guðrún Sig-
urlína, dóttir Teits Björnssonar bónda og Elínborgar konu hans. Þau
Árni og Guðrún voru gefin saman hinn 25. júlí 1915, og settust þau að
á æskuheimili Guðrúnar á Kringlu. Þar bjuggu þau til ársins 1935, er