Húnavaka - 01.05.1983, Page 196
194
HÚNAVAKA
Eins og skip voru eylandi voru, urðu bifreiðir fyrir hinar dreifðu
byggðir lands vors, snar þáttur í lífi þjóðar vorrar um samneyti fólks og
framkvæmdir.
Allt fram á þessa öld voru hafnir og vitar
fáir fyrir sjómenn, eins voru vegir og greiða-
staðir fáir bílum og bifreiðarstjórum. Þeir
sem bjuggu við þessa hagi og voru braut-
ryðjendur um þessa hluti, áttu oft erfitt starf
á sinni tíð. Einn í tölu þeirra var Engilbert
Óskarsson fyrsti bíleigandi og bifreiðarstjóri,
er starfaði á leiðinni milli Skagastrandar og
Reykjavíkur, en áður tók það sjómenn fimm
daga að ganga þessa leið í verið suður með
sjó.
Engilbert Guðmundur Óskarsson bifreið-
arstjóri, Bugðulæk 16 Reykjavík, andaðist 13. september 1982. Hann
var fæddur 10. júlí 1915 að Sæbóli í Höfðakaupstað. Foreldrar hans
voru Óskar Tryggvi Þorleifsson, smiður og sjómaður og kona hans
Elín Jóhanna Guðmundsdóttir. Þau hjón voru Húnvetningar í ættir
fram og bjuggu á Kjalarlandi í Vindhælishreppi, en fluttu síðar í
Höfðakaupstað. Engilbert ólst upp með foreldrum sínum. Hann fór
snemma að eiga með sig sjálfur og hafa þá hugsun að verða ei annarra
hjú. Helsti bjargræðisvegur í æsku hans var að stunda sjóróðra í
fjarlægum verstöðvum. Sóttu þá Skagstrendingar mjög til Suðurnesja,
einkum Grindavíkur. — Hóf Engilbert að stunda sjó 16 ára og hélt því
áfram árin 1931-37, en þá tók bílaöldin að hefjast fyrir alvöru á
Norðurlandi. Snéri Engilbert sér að því að eignast bifreið og varð sá
fvrsti er hóf akstur á langferðabíl í föstum ferðum milli Skagastrandar
og Reykjavíkur. Kom sér þá vel að hann var handlaginn, líkur föður
sínum er sagt var að allt léki í höndunum á. A þessum fyrstu árum
starfa hans voru vegir víða lélegir, snjóþungir og aðeins einn dvalar-
eða áningarstaður á leiðinni, Fornihvammur í Norðurárdal. Þegar við
lítum hina nýju vegi, samhliða hinum gömlu brautum þá verðum við
undrandi yfir hvað þetta gekk vel.
Það var reyndin að erfiðast á þessari leið var að aka heilum vagni
heim milli Blönduóss og Skagastrandar. Þar var að mestu ólagður
vegur og stundum lokaður vikum saman á vetrum. Mátti hér um segja
eins og stendur í kvæðinu: „Drottinn leiði drösulinn minn, drjúgur