Húnavaka - 01.05.1983, Page 200
198
HÚNAVAKA
Aðfaranótt 15. maí mældist úr-
koma 19,2 mm og var jörð alhvít.
Sérstaklega var kalt fyrstu viku
mánaðarins og fór frostið í 10,5
stig aðfaranótt þess fimmta.
Gróður var mjög lítill og litur
hans fölnaði. Trjágróður var lítið
laufgaður og vart hægt að sjá
hvað var lifandi og hvað dautt.
Örfáir settu niður kartöflur, en
voryrkja önnur hófst nokkuð.
Varla var nokkur maður farinn
að dreifa áburði og fénaður var
víðast á húsi út mánuðinn.
Júní: I heild var mánuðurinn
kaldur og norðan- og norðaust-
anátt ríkjandi. Þokubakki lá að
jafnaði úti fyrir mynni Húnaflóa
og lagði þokuna oft inn yfir
landið með kuldagjósti. Hlýrra
var að jafnaði inn til dalanna, og
þó einkum í austurhluta sýslunn-
ar. Úrkoma var mjög lítil, og ekki
kom dropi úr lofti frá 5.-23.
mánaðarins. Vegir voru mjög
þurrir og hvergi hófst sláttur í
mánuðinum.
Júlí: Tíðin var fremur hagstæð
i júlí. Fremur var þó kalt framan
af mánuðinum og vindátt norð-
anstæð, en síðari hluta mánaðar-
ins gekk til sunnanáttar og með
nægilegri vætu, svo að gras-
spretta örvaðist mjög og varð all-
góð. Heyskapartíð var mjög hag-
stæð síðari hluta mánaðarins og
sáu sumir bændur til loka hey-
anna um mánaðamótin. Þann 26.
varð nokkurt tjón á lausu heyi
vegna hvassviðris, en síðasti dag-
ur mánaðarins var kyrr, hlýr og
bjartur.
Agúst: Tíð var mjög hagstæð
framan af mánuðinum og áttin
suðlæg. Hiti fór þó niður undir
frostmark aðfaranótt þess 14.
Mikið úrfelli varð niunda ágúst
og mældist úrkoman 40 mm á
Blönduósi yfir sólarhringinn.
Urðu af því skriðuföll í Vatns-
dalsfjalli. Margir bændur höfðu
þá lokið heyskap, en allir fengu
góð heyskaparlok í mánuðinum,
þótt síðbúnari væru.
Fé var tekið frá afréttargirð-
ingunum þann 28. og réttað í
Auðkúlu- og Undirfellsréttum
næsta dag.
September: Veðurfar var fremur
hagstætt allan mánuðinn og
sæmilega hlýtt fyrri hlutann.
Snjór var í fjöllum allan mánuð-
inn. Frost varð sex stig 22. og 26.
mánaðarins, og úrkoma á fjöllum
varð að jafnaði snjór. Gróður féll
mjög og komu haustlitir snemma
á jörð. Fjársmalanir gengu mis-
jafnlega en tiðarfar var hentugt
til útivinnu. Kartöfluuppskera
var talin í betra lagi, en vigt dilka
lakari, en menn höfðu vonað.
Október: Veðurfar var kyrrt all-
an mánuðinn og hlýtt miðað við
árstíma, sérstaklega fyrri hluta
hans. Urkoma var yfirleitt lítil og
varð að snjó á fjöllum. Alsnjóa
\