Húnavaka - 01.05.1983, Síða 201
HÚNAVAKA
199
varA ofan að sjó Jaann 20. en
hlýnaði aftur þann 26. og hvarf
þá snjór af láglendi. Samgöngur
voru með eðlilegum hætti.
Nóvember: Mánuðurinn í heild
var mildur og úrkomulítill, snjó-
létt i héraði og greiðfært um alla
vegi. Nokkurn snjó setti þó niður
til dala, er tafði þar samgöngur.
Þann 15. féll loftvog mjög, allt
niður í 956 mb. Næsta morgun
var hvöss norðan- og norðvestan-
átt og gerði stórbrim og
skemmdust hafnarmannvirki hér
á Blönduósi og víðar á Norður-
landi.
Desember: Suðaustlæg átt var
mjög ríkjandi, sem færðist þó til
suðvesturs undir áramótin. Hita-
stig var yfirleitt undir frostmarki,
nema jóladagana, sem voru hlýir.
Þann 28. gerði hláku er stóð í tvo
daga. Töluvert úrfelli var og
leysti snjó mjög af láglendi. Sam-
göngur voru yfirleitt auðveldar
og komst fólk til og frá héraðinu i
jólafrí. Snjóél voru á gamlársdag.
Nokkuð þurfti að hlynna að
hrossum sökum takmarkaðra
haga. Rækjuveiði gekk vel í
mánuðinum, enda gæftir að
jafnaði góðar.
Árið 1982 verður að teljast
hagstætt hvað veðurfar snertir,
nema mánuðirnir maí og júní,
sem voru kaldir. Varð fóður-
kostnaður af þeim sökum veru-
lega meiri á búfé vegna langs
gjafatíma, og þess hversu vaxtar-
skeið alls gróðurs varð skammt og
dró úr afrakstri alls nvtjalands
um sumarið. ,, . ,
Gnmur Gislason.
TVÖ VERK
FRUMSÝND
Mikið og blómlegt starf var hjá
Leikfélagi Blönduóss á síðast-
liðnu ári. Tveimur verkum var
komið á ,,fjalirnar“, þ.e. Kristni-
haldi undir Jökli, sem frumsýnt
var 10. april, og Ævintýri á
gönguför, sem frumsýnt var 3.
desember.
Kristnihald undir Jökli er leik-
gerð Sveins Einarssonar eftir
samnefndri skáldsögu Halldórs
Laxness. Leikstjóri var Svanhild-
ur Jóhannesdóttir, en leikmynd
gerði Steinþór Sigurðsson. Sýn-
ingar urðu alls 6, allar á Blöndu-
ósi þar sem ekki voru tök á að
flytja sviðsmynd, en hún var
nokkuð fyrirferðarmikil.
Ævintýri á gönguför eftir Jens
Christian Hostrup var síðara
verkefni félagsins á árinu, eða
fyrra verkefni á yfirstandandi
leikári. Leikritið er flestum
kunnugt, létt með söngvum.
Leikstjóri var Ragnhildur Stein-
grímsdóttir en leikmynd gerði
Jónas Þór Pálsson. Til liðs við