Húnavaka - 01.05.1983, Page 203
HÚNAVAKA
201
leikfélagið við þetta verk fékkst
Lúðrasveit Blönduóss, undir
stjórn Jóhanns Gunnars Hall-
dórssonar. Var það skemmtileg
tilbreytni og eins konar andlits-
lyfting á tónlistinni i verkinu.
Lúðrasveitin lék í upphafi sýn-
inga svo og í hléi. Sýningar urðu
alls 10. Farið var með Ævintýrið
á Hofsós, Skagaströnd og
Hvammstanga. Undirtektir voru
ágætar.
Á síðastliðnu ári voru ýmsar
endurbætur gerðar á aðstöðu til
leiklistarstarfsemi í Félagsheimil-
inu. M.a. var keypt nýtt og full-
komið ljósaborð, raflagnir allar
endurnýjaðar á leiksviði og útbú-
in var aðstaða fyrir sviðsstjóra á
leiksviði og herbergi fyrir aftan
svalirnar fyrir ljósameistara og
hljóðmann. I þetta herbergi var
lagt hátalarakerfi og símakerfi
neðan af leiksviði. Hefur þetta
bætt mjög starfsaðstöðu þessara
tæknimanna við leiksýningar og
aðrar skemmtanir í húsinu, þegar
nýta þarf kastaralýsingu. Félagar
L.B. og Umf. Hvatar önnuðust
þessar lagfæringar.
Félögum leikfélagsins hefur
fjölgað nokkuð á árinu ogeru þeir
nú komnir á níunda tuginn.
Stjórnin er óbreytt frá síðasta ári.
Leikfélag Blönduóss þakkar
öllum velunnurum og öðrum
þeim sem veitt hafa félaginu
brautargengi á árinu. Sveinn K.
PAPPÍRSLJÓNIN SIGRA
I FRAMLEIÐSLUSTJÓRN.
Sé litið til framkvæmda bænda á
liðnu ári, þá var nýrækt hjá 29
bændum 53 ha, 55 bændur sáðu
til grænfóðurs í 137 ha og endur-
vinnsla túna var 33 ha hjá 14
bændum. Skurðgröftur var með
mesta móti eða 223.615 m3. Súg-
þurrkunarkerfi, samtals 797 m2
voru sett í 6 hlöður.
Byggingar voru meiri en und-
anfarin ár, og m.a. hafin bygging
tveggja stórra fjárhúsa fyrir um
1000 kindur, auk þess geymslur,
hlöður o.fl. Þó nokkur samdrátt-
ur hafði orðið í framleiðslu
mjólkur og dilkakjöts, er nauð-
synlegt að endurnýja húsakost.
Eigi búseta að vera trygg, er góð
vinnuaðstaða í búpeningshúsum
grundvallarskilyrði. Samkvæmt
niðurstöðum heyefnagreininga,
eru heyin heldur skárri en 1981,
og þarf 2.06 kg í fóðureiningu.
Betur má ef duga skal.
Mælingar á súgþurrkunarkerf-
um voru gerðar nokkuð víða, en
þær þarf að auka, og einnig hitt,
að bændur noti þær niðurstöður
og aðrar leiðbeiningar til að beita
súgþurrkunarbúnaði sínum til
fyllstu afkasta. Grænfóðurtil-
raunum var haldið áfram í
Stekkjardal í samvinnu við Til-
raunastöðina á Möðruvöllum.
Árangur líkur og áður.
Bændur sem halda afurða-