Húnavaka - 01.05.1983, Síða 205
HÚNAVAKA
203
Rík ástæða er til að hvetja fólk til
að kanna rækilega hvern rétt það
á, ef veikindi og slys ber að
höndum.
Búnaðarþingskosningar fóru
fram 23. október. Tveir listar
komu fram: H-listi Magnús
Olafsson, Sveinn Sveinsson. I-listi
Gísli Pálsson, Guðsteinn Krist-
insson. I-listi hlaut 103 atkvæði
og H-listi 98 atkv. Er því Gisli
Pálsson aðalfulltrúi A-Hún.
næstu fjögur ár á Búnaðarþingi.
Nokkur breyting varð á véla-
eign Ræktunarsambandsins.
Seld var ein jarðýta DTB-8 og
keypt ný Caterpiller D6D.
Kaupverðið var 2.2 millj. Þessi
vélakaup réðust mjög af mikilli
vinnu, sem féll í hlut Ræktunar-
sambandsins í Vallhólma, og af
þeim verkefnum sem eru vænt-
anleg vegna virkjunar Blöndu.
Horfur eru á, að rekstur Rækt-
unarsambandsins hafi gengið
nokkuð vel, enda lítið um bilanir
og næg verkefni. Einnig voru
gerðar nokkrar breytingar á véla-
töxtum og innheimta hert.
Mjór vísir loðdýraræktar er að
líta dagsins ljós í Húnaþingi.
Ráðunautar B.S.A.H. sóttu
námskeið um fóðrun og hirðingu
loðdýra. Mun B.S.A.H. leitast við
að veita eftir föngum leiðbein-
ingar og stuðning við þessa nýju
búgrein.
Skrifstofur B.S.A.H. voru
fluttar í nýtt leiguhúsnæði í Fé-
lagsheimilinu á Blönduósi. Er nú
vinnuaðstaða ráðunauta og sæð-
ingamanna mun betri, enda
mikilvægt, til þess að hægt sé að
veita bændum þá þjónustu og
aðstoð sem vert er.
Avallt eru unnin viðamikil
verkefni að beiðni Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins vegna leið-
réttinga á útreikningum kvóta
o.þ.h. Ef til vill má segja að
möppudýrin og pappírsljónin séu
sigurvegararnir í framleiðslu-
stjórnarleiknum. Sá vandi í
markaðsmálum landbúnaðarins,
sem við hefur verið að etja, síð-
ustu ár, og að nokkru hefur verið
mætt með minni framleiðslu, er
ekki yfirstiginn. Afleiðingarnar
koma nú æ skýrar í ljós. M.a. má
nefna þyngri vaxtabyrði, minnk-
andi framkvæmdir, minni
greiðslugetu.
Við höfum eflaust vanist um of
á að nota aðkeyptar rekstrarvörur
í óhófi, og vanrækt þann góða sið,
að búa að sínu. Eitt raunhæfasta
bjargræðið er að auka heima-
framleiðslu, og þá sérstaklega
öflun og nýtingu fóðurs. Betri
stjórn á beitarmálum, bæði í
heimalöndum og afréttum, frið-
un hluta túna fyrir vor- og/eða
haustbeit, markviss endurvinnsla
túna, grænfóðurrækt til beitar og
slægna, og betri heyverkun með
súgþurrkun, réttari sláttutíma og