Húnavaka - 01.05.1983, Page 206
204
HÚNAVAKA
e.t.v. mölun heys, eru þættir sem
ráða miklu um afkomu hvers
bónda.
A þessum vettvangi er mikið
verk að vinna, og sem betur fer til
mikils að vinna.
Jóhannes Torfason.
ÖFLUGT OG REGLULEGT.
Félagsstarf Umf. Hvatar á
Blönduósi var mjög blómlegt á
árinu 1982. Keppt var í öllum
mótum innanhéraðs á vegum
USAH og gekk vel. Einnig var
nokkuð um að félagar Hvatar
væru í keppnisliðum USAH.
í sumar kepptu 4 aldursflokkar
í íslandsmóti KSÍ. f upphafi
keppnistímabilsins var íþrótta-
völlurinn á Blönduósi ekki tilbú-
inn til notkunar og var þá keppt á
Skagaströnd. Hvöt færir Fram
bestu þakkir fyrir drengilega að-
stoð í þeim málum, sannast enn
að gott er að eiga góða nágranna.
Félagið fékk í heimsókn gesti
frá Eiðis Boltfélag í Færeyjum, en
þeir voru á íslandi i boði K.S. á
Siglufirði. Keppt var í knatt-
spyrnu og handbolta kvenna,
fóru Eiðisfélagar kátir og hressir
frá Blönduósi með sigur úr báð-
um leikjum.
Æfingar voru reglulega í
frjálsum íþróttum, sundi, knatt-
spyrnu, handbolta kvenna og
körfubolta. Á vegum félagsins
voru starfandi þjálfarar og fleiri
en einn í öllum greinum.
Félagar úr Hvöt hafa unnið
mikið og fórnfúst starf í sambandi
við eignaraðild félagsins í Félags-
heimilinu á Blönduósi m.a. sem
dyraverðir.
Umf. Hvöt tók þátt í hjólreið-
um um landið, undir kjörorðinu
eflum íslenskt, og trimmdegi ÍSÍ.
I fyrsta sinn var tekið þátt í
„Göngudegi fjölskyldunnar“ og
var Unnar Agnarsson göngu-
stjóri.
Umf. Hvöt sá um hátíðarhöld-
in á 17. júní á Blönduósi í sam-
vinnu við nokkur félagasamtök á
staðnum. M.a. var á dagskrá há-
tíðarræða sem Stefán Á. Jónsson
Kagaðarhóli flutti. Félagið sá
einnig um jólatrésskemmtun,
jólapóstdreifingu o.fl.
I núverandi stjórn Hvatar eiga
sæti: Pétur Arnar Pétursson for-
maður, Guðjón Rúnarsson vara-
form., Guðmundur Haraldsson
ritari, Guðrún Paulsdóttir gjald-
keri og Ásmundur Ingvarsson
meðstjórnandi.
Eins og síðastliðin ár hefur
Blönduóshreppur stutt verulega
við bakið á félaginu bæði með
fjárframlögum og ekki síður með
viðgerðum á íþróttavellinum. Á
árinu 1982 var unnið við endur-
bætur á knattspyrnuvellinum og
má segja að nú sé hann í mjög
ágætu ástandi, sú lagfæring kost-