Húnavaka - 01.05.1983, Page 207
HÚNAVAKA
205
aði um 300.000 krónur. Félagið
hefur notið starfa margra ein-
staklinga og þeir unnið mikið og
gott starf fyrir félagið. Þá viljum
við sérstaklega geta um Pólar-
prjón, sem hefur hvað eftir annað
sýnt félaginu frábæran velvilja.
Að síðustu vill Umf. Hvöt
þakka öllum fyrir skemmtilega og
drengilega keppni á árinu 1982
og vonar að ánægjulegt samstarf
haldist áfram sem hingað til.
B. S.
GAGNKVÆMAR HEIMSÓKNIR.
Starfsemi norræna félagsins í A-
Hún. var allmikil á árinu. Beind-
ist hún einkum að tengslunum
við vinabæina á hinum Norður-
löndunum, en þeir eru: Horsens,
Moss, Karlstad og Nokia.
Vorvaka félagsins fór fram í
Félagsheimilinu á Blónduósi 15.
apríl. Formaður félagsins setti
samkomuna og bauð velkomna
Sigrúnu Guðjónsdóttur, sem bú-
sett er í Svíþjóð og son hennar Þór
Bentsson, þau voru gestir vor-
vökunnar. Flutti Sigrún erindi
um Svíþjóð og sýndi þjóðbún-
inga, en Þór söng sænsk þjóðlög.
Var góður rómur gerður að
flutningi þeirra.
Formaðurinn heimsótti Moss í
byrjun júní, skoðaði m.a. stofn-
anir og ræddi við stjórn norræna
félagsins á staðnum.
Dagana 27. júní - 3. júlí sóttu
tveir unglingar frá Blönduósi
vinabæjamót fyrir unglinga, er
haldið var í Moss.
Dagana 1.-4. júlí heimsótti
formaður norræna félagsins í
Nokia, Matti Varanki og frú,
Blönduós í boði sveitarstjórnar og
norræna félagsins. Skoðuðu þau
stofnanir á staðnum og fóru
skoðunarferðir um nágrennið.
Sömu daga heimsóttu fjórir
Blönduósingar Nokia og dvöldu í
Finnlandi til 7. júlí.
Þann 16. september heimsótti
Eva Enwald, efnafræðingur frá
Nokia, Blönduós og dvaldi hér
einn dag.
Dagana 27.-29. október var
haldið leiðtoganámskeið í Hor-
sens í Danmörku. Sóttu það tveir
sveitarstjórnarmenn frá Blöndu-
ósi.
Á næsta ári er fyrirhugað
vinabæjamót í Horsens.
Þann 12. desember var aðal-
fundur norræna félagsins í A-
Hún. haldinn í Félagsheimilinu á
Blönduósi. Formaður flutti
skýrslu félagsstjórnar, en gestur
fundarins var Hjálmar Ólafsson,
formaður norræna félagsins í
Reykjavík. Sagði hann frá Græn-
landsför á sl. sumri og sýndi lit-
skyggnur.
Þann 18. desember var kveikt á
jólatrénu, sem er gjöf frá vina-
bænum Moss í Noregi við hátíð-