Húnavaka - 01.05.1983, Page 208
206
HÚNAVAKA
lega athöfn. Lúðrasveit Blöndu-
óss lék jólalög undir stjórn Jó-
hanns Gunnars Halldórssonar.
Var þetta í fjórða skiptið er
Blönduósingum berst jólatré að
gjöf frá Moss. Að þessu sinni
prýddu lóðir Barnaheimilisins og
Grunnskólans jólatré, er einnig
voru gjafir frá vinabænum Moss
til Blönduósbúa.
Stjórn félagsins skipa: Sr. Árni
Sigurðsson form., Björn Sigur-
björnsson ritari, Aðalbjörg Ingv-
arsdóttir gjaldkeri, Sigurður H.
Pétursson og Páll Svavarsson
meðstjórnendur.
Á. S.
100 ÁRA.
Þann 28. september sl. varð Sig-
urbjörg Jónsdóttir fyrrum hús-
freyja að Glaumbæ í Langadal og
Höskuldsstöðum í Vindhælis-
hreppi 100 ára. Hún fæddist að
Núpi í Laxárdal og ólst þar upp.
Maður hennar var Stefán Ein-
arsson og lést hann 1969.
Síðan 1965 hefur Sigurbjörg
dvalið á Héraðshælinu á
Blönduósi, fyrst á ellideild hælis-
ins, en síðustu árin á sjúkradeild-
inni.
Sigurbjörg er andlega hress, en
að mestu bundin við rúmið síð-
ustu árin.
Gr. G.
FRÁ TÓNLISTARSKÓLANUM.
Haustið 1981 hófst kennsla i
byrjun október. Var kennt á
Húnavöllum, Blönduósi og
Skagaströnd eins og verið hefur
síðan skólinn tók fyrst til starfa.
Kennarar voru þrír: Jóhann
Gunnar Halldórsson, sem kenndi
á Húnavöllum og Blönduósi,
Solveig Benediktsdóttir á
Blönduósi og Steinunn Berndsen
á Skagaströnd. Kennt var á
orgelharmoníum, píanó, blokk-
flautu, gítar, harmoniku og saxo-
fón, svo og undirstöðuatriði í
tónfræði.
Nemendur voru 109, en 67
þeirra tóku próf. Þeir yngstu taka
ekki próf. Vorprófin fóru fram
um mánaðamótin apríl-mai.
Tvær stúlkur tóku próf i 2. stigi,
það voru Anna Sveinsdóttir, 11
ára og Sigríður Vala Vignisdótt-
ir, 10 ára, báðar á Blönduósi.
Prófdómari var Gestur Guð-
mundsson. Unnið er að því að
koma á stigsprófum i skólanum
og það verði regla, en ekki und-
antekning.
Jólatónleikar nemenda voru að
þessu sinni á Blönduósi 20. des-
ember sameiginlega fyrir
Blönduós og Húnavelli, og á
Skagaströnd sama dag. Voru
tónleikarnir vel sóttir á báðum
stöðum.
Á aðalfundi Tónlistarfélags A-
Hún. í febrúar komu fram