Húnavaka - 01.05.1983, Síða 209
HÚNAVAKA
207
nokkrir af nemendum skólans og
léku á blokkflautur, harmoníum
og píanó. Tónlistarfélagið bauð
nemendum á tvenna hljómleika á
Blönduósi, 13. mars hjá Jónasi
Ingimundarsyni píanóleikara og
28. mars hjá Sigurði Björnssyni
óperusöngvara og Agnesi Löve
píanóleikara.
Vortónleikar voru haldnir á
Blönduósi 9. maí 1982, sameigin-
lega fyrir alla staðina. Skólaslit
voru svo eftir tónleikana. Jónas
Tryggvason ávarpaði nemendur
og kennara við skólaslitin og
þakkaði þeim góðan árangur og
góða skemmtun. Verðlaun
S.A.H.K. voru veitt fyrir góðan
námsárangur. Þau hlutu Hulda
Magnúsdóttir Skagaströnd,
Katrín Guðmundsdóttir Blöndu-
ósi og Sólveig Einarsdóttir Mos-
felli.
Solveig.
FRA LÖGREGLUNNI.
Sú breyting varð á lögregluliði i
Húnavatnssýslu á árinu, að Þór
Gunnlaugsson hóf störf sem lög-
reglumaður á Skagaströnd í árs-
byrjun, en hann hafði áður verið
starfandi lögreglumaður í
Reykjavík.
Málum sem til lögreglunnar
koma fjölgar ár frá ári. Sést það
best á þv í að á árinu 1981, sem var
þá algjört metár hvað varðaði
fjölda mála, komu 478 mál á
kæruskrá en árið 1982 urðu þau
556 að tölu. Verður það að teljast
mikil aukning miðað við fjölgun
íbúa í héraðinu.
Rúðubrot, innbrot og þjófnað-
ir sem kærð voru til lögreglunnar
á árinu, voru 44, en þess má láta
getið að nokkur slík mál sem voru
óupplýst frá fyrra ári, fengu far-
sælan endi á þessu ári. Nokkuð er
um að smærri þjófnaðarmál, sem
kærð voru á árinu, hafi ekki verið
upplýst, en flest stærri málin hafa
verið leyst. Þá hafa verið kærð til
lögreglunnar mál varðandi fals-
anir á víxlum og ávísunum, svo
og mál varðandi ökugjaldssvik,
en þessir málaflokkar hafa verið
að mestu óþekktir hjá okkur fram
til þessa.
Gistingar í fangageymslum
urðu 37 á árinu, en voru 44 árið
1981. Einnig virðist að skemmd-
arverkum hafi fækkað verulega
og er það vel.
Margir ökumenn voru kærðir
fyrir of hraðan akstur, eftir að
hraði bifreiða þeirra hafði verið
mældur með radar. Við höfum
sennilega verið drýgri við radar-
mælingarnar en á undanförnum
árum og er fjölgun kærðra eðlileg
afleiðing þess. Ekki vil ég fullyrða
að við fækkum umferðaróhöpp-
um mikið með því að halda niðri
ökuhraða, en hitt er staðreynd að
með auknum ökuhraða fjölgar
stærri slysum.