Húnavaka - 01.05.1983, Page 211
HÚNAVAKA
209
legar tölur ársins 1981 voru
29.455 þúsundir eða 66,8%.
I heildartölu útlána eru öll
endurseld lán í Seðlabanka ís-
lands, sem að langmestu leyti eru
afurðalán landbúnaðarins, svo og
sjávarútvegs og iðnaðar.
Aukning eigin útlána varð
22.046 þúsundir króna, eða
77,6%, þ.e. aukning útlána að
frádregnum endurseldum af-
urðalánum.
Útlánin skiptust þannig:
Þús. kr.
Afurðalán 76.186
Víxillán 9.318
Yfirdráttarlán 2.053
Verðbréfalán 41.938
Af framangreindum útlánum
voru 55.424 þúsundir króna end-
urseld afurðalán frá Seðlabanka
Islands.
Útlánin skiptust þannig:
Til atvinnuveganna 88,0%
Til opinberra aðila 4,7%
Til einkaaðila 7,3%
Lánveitingar Stofnlánadeildar
landbúnaðarins voru um 14.777
þúsundir króna á árinu 1982 í
Austur- og Vestur-Húnavatns-
sýslur. Til framkvæmda í Aust-
ur-Húnavatnssýslu voru veitt 47
lán að fjárhæð 6.580 þúsundir
króna og í Vestur-Húnavatns-
sýslu 48 lán að fjárhæð 8.197
þúsundir króna.
Rekstur.
Rekstrarhagnaður ársins v'ar
3.691 þúsund krónur. Áður en
þessi niðurstaða er fundin, höfðu
verið færðar 289 þúsundir króna í
sérsjóði og til afskrifta, og 4.089
þúsundir króna verið gjaldfærðar
vegna verðbreytinga.
Eigið fé útibúsins var i árslok
17.796 þúsundir króna og jókst
það um 8.586 þúsundir króna á
árinu eða um 93,2%.
Kostnaður við rekstur útibús-
ins varð samtals 3.201 þúsund
krónur, og hafði hann aukist um
66,9% frá árinu áður.
Niðurlag.
Nú í ársbyrjun standa yfir gagn-
gerðar endurbætur á húsnæði
útibúsins. Verið er að breyta efri
hæð hússins, sem leigð var út til 1.
desember sl. Vonast er til að efri
hæðin verði tilbúin í marz, en þar
verður í framtíðinni biðstofa,
móttaka, útibússtjóri, tölvu-
skráning og tölvuvinnsla, kaffi-
stofa og skjalageymslur. Þegar
lokið verður breytingu efri hæðar
hússins, verður hafist handa um
að lagfæra afgreiðslusal, m.a.
með stækkun afgreiðsluborðs.
Nú þegar hefur Búnaðarbank-
inn fengið heimild til að kaupa og
selja erlendan gjaldeyri. Þessa
14