Húnavaka - 01.05.1983, Page 214
212
HÚNAVAKA
þúsund sumaröldum seiðum í
árnar og 1982 20 þúsund seiðum.
Einnig hefur verið gerð áætlun
fram til ársins 1986 um verulegt
ræktunarátak.
Það er von okkar og vissa, að
með framangreindum fram-
kvæmdum verði Laxá og Norð-
urá innan skamms með eftirsótt-
ustu laxveiðiám landsins.
A rni Jónsson.
FRÁ SKÓGRÆKTARFÉLAGI
A-HÚN.
Árið 1982 fór trjágróðri vel fram á
félagssvæði skógræktarfélagsins.
Gróðursettar voru 4670 skógar-
plöntur í skógræktargirðinguna
að Gunnfríðarstöðum, þar af
4110 lerki, 250 stafafurur, 190
blágreni og 120 sitkagreni.
Eins og árið áður voru settir
niður um 2000 græðlingar, mest
viðja og ösp.
Skógræktarfélagið sá um, eins
og jafnan áður, útvegun á garð-
plöntum frá skógræktarstöðinni á
Vöglum fyrir um 23 þúsund
krónur.
Heildarkostnaður við starf-
semina á Gunnfríðarstöðum nam
um 51 þúsund krónum og er
kostnaður, að hluta borinn uppi
af Landgræðslusjóði, svo og
gjafavinnu sem nam á árinu um
13 þúsund krónum.
Styrkur úr sýslusjóði var 1.500
krónur og gjöf frá Helgu Jóns-
dóttur frá Gunnfríðarstöðum
nam 5 þúsund krónum.
Það skal tekið fram, að Skóg-
ræktarsjóður Austur-Húnvetn-
inga og skógræktin að Fjósum i
Svartárdal, er alls óviðkomandi
Skógræktarfélagi A-Hún.
Aðalfundur félagsins var hald-
inn 3. júní á Hótel Blönduósi.
Stjórn Skógræktarfélags A-Hún.
skipa: Haraldur Jónsson formað-
ur, sr. Árni Sigurðsson ritari,
Þormóður Pétursson gjaldkeri og
meðstjórnendur Vigdís Ágústs-
dóttir og Guðmundur Guð-
brandsson.
Á. S.
FRÁ KIRKJUNNI.
Þann 22. apríl, sumardaginn
fyrsta, fór fram skátamessa í
Blönduóskirkju. Fjölmenntu
skátar að venju og gengu undir
fánum til kirkjunnar.
Föstudaginn 9. júlí var fyrsta
skóflustungan tekin að nýrri
kirkjubyggingu á Blönduósi.
Flutti sóknarprestur bæn og tók
skóflustunguna. Kirkjukór
Blönduóskirkju söng undir stjórn
frú Solveigar Sövik. Margt safn-
aðarfólk var við athöfnina.
Þann 18. júlí fór fram fjöl-
skyldumót Lionsfélaga á Norður-
landi vestra á Húnavöllum. f
sambandi við mótið var helgi-
stund á staðnum er sóknarprestur