Húnavaka - 01.05.1983, Page 215
HÚNAVAKA
213
hélt. Sóttu mótið félagar víðsveg-
ar af félagssvæðinu.
Héraðsfundur Húnavatnspró-
fastsdæmis var haldinn 5. sept-
ember að Tjörn á Vatnsnesi.
Prófasturinn, sr. Róbert Jack,
flutti skýrslu prófastsdæmisins og
stjórnaði fundinum að aflokinni
guðþjónustu í Tjarnarkirkju, þar
sem sr. Ólafur Hallgrímsson á
Bólstað predikaði, en sr. Árni
Sigurðsson Blönduósi og sr.
Oddur Einarsson Skagaströnd
þjónuðu fvrir altari. Aðalmál
fundarins voru ,,mál aldraðra“,
en gestir fundarins voru sr. Pétur
Þ. Ingjaldsson og frú Dómhildur
Jónsdóttir. Fundurinn var fjöl-
sóttur og þáðu fundarmenn veit-
ingar prófastshjónanna og sókn-
arnefndar Tjarnarsóknar.
Sunnudagaskóli Blönduós-
kirkju hóf vetrarstarf sitt 17.
október. Hann var haldinn hálfs-
mánaðarlega í kirkjunni og var
vel sóttur.
A. S.
ENGIN ÚTKÖLL TIL LEITAR.
Starfsemi björgunarsveitarinnar
Blöndu var á liðnu ári svipuð því
sem verið hefur á undanförnum
árum. Engin útköll voru til leitar
sl. ár, en í nokkrum tilfellum farið
til aðstoðar fólki sem átt hafði í
ýmiskonar erfiðleikum. Þar má
t.d. nefna að félagar björgunar-
sveitarinnar björguðu bíl,
franskra hjóna, úr Blöndu í ágúst,
en hann var þegar að var komið
mjög sokkinn í ána og farið að
renna upp á þak bilsins. Eins
hefur sveitin verið til taks og á
vakt hafi veður verið slæm.
Ein æfing var hér sl. vor að til-
stuðlan Almannavarnanefndar-
innar á Blönduósi. Björgunar-
sveitin var ræst út eins og um al-
vöru væri að ræða, óundirbúið,
og tilkvnnt að farþegaflugvél í
aðflugi að Blönduósflugvelli
hefði hrapað. Viðbrögð manna
voru góð og æfingin allvel
heppnuð þótt ýmislegt hefði að
sjálfsögðu mátt gera betur. Síðar
var boðað til fundar um þessa
æfingu og gallarnir ræddir, jafn-
framt leiðir til úrbóta.
Nokkrir félagar í Blöndu sóttu
æfingu, sem haldin var á Dalvík,
fyrir froskkafara og áhafnir
gúmmíbáta. Á æfingunni voru
einnig kvnntar ýmsar nýjungar í
öryggisbúnaði sjómanna.
Nokkurt starf er að afla fjár til
þarfa sveitarinnar og það gert á
ýmsan hátt, mest þó með vinnu
félaganna að ýmsum verkefnum
sem greiðsla fæst fyrir. Einnig fær
sveitin fjárstyrki frá sveitarfélög-
um og sýslusjóði A-Hún. Kvenfé-
lög hér í sýslu hafa gefið fé til þess
að koma upp ullarnærfatnaði á
björgunarsveitarmenn. Einnig
gaf kvenfélagið Vaka á Blönduósi