Húnavaka - 01.05.1983, Page 221
HÚNAVAKA
219
virkjunina, og voru þeir undirrit-
aðir 15. mars 1982.
Unnið var að vegagerð, ýmis-
konar undirbúningsrannsóknum
og undirbúningi að gerð að-
komujarðganga. Auk þess hefur
virkjunaraðili keypt jörðina Eiðs-
staði í Blöndudal, en þar mun
orkuverið verða.
1. október 1982 tók Lands-
virkjun við hlutverki virkjunar-
aðila af Rafmagnsveitum ríkisins,
eins og ákveðið var með lögum
nr. 60/1981 um raforkuver.
A síðastliðnu ári var aðallega
unnið að jarðvegsrannsóknum
vegna gangagerðar og stöðvar-
húss, sem fyrirhugað er að verði
neðanjarðar. Byggður var nýr
vegur frá Syðri-Löngumýri fram
Blöndudal að virkjunarstað, um
9 km, ásamt brú yfir Gilsá.
Undirbyggðir voru um 3 km
þaðan, að inntaksmannvirkjum,
og um 6 km fram Auðkúluheiði,
frá Austara-Friðmundarvatni að
Fannlæk, ásamt burðarlagi að
hálfu. Lagður var vegur frá
Hrafnabjörgum í Svínadal áleiðis
að Kjalvegi, um 11 km af 21 km.
Byggð var brú á Mælifellsá og
lagfærður um 4 km vegarkafli
fram Mælifellsdal.
Haldið var áfram uppgræðslu-
tilraunum á um 150 ha, sem
hófust 1981, og fyrirhugað er að
sá i um 400 ha lands á heiðunum i
tengslum við fyrri uppgræðslu-
svæði nú i sumar.
Bergþéttingar voru fram-
kvæmdar undir aðalstíflustæðinu
við Reftjarnarbungu, og síðast-
liðið haust var boðin út jarðvinna
við gangamunna, þ.e.a.s. hreins-
un lausajarðvegs og sprengingar
til undirbúnings eiginlegrar jarð-
gangagerðar.
Einnig var unnið að byggingu
nýrrar háspennulínu frá Finns-
tungu að virkjunarstað, vegna
vinnurafmagns. Alls var unnið
fyrir um 70 milljónir króna við
virkjunina.
Það helsta sem gert var í al-
mennum framkvæmdum Raf-
magnsveitnanna á Norðurlandi
vestra var, að stækkaðir voru
aðalspennar í aðveitustöð
Byggðalinu við Varmahlið og i
aðveitustöð Sauðárkróki. Lokiö
var við byggingu nýrrar há-
spennulínu frá Laxárvatnsvirkj-
un að Blönduósi, sem leysir af
hólmi 50 ára gamla línu frá 1933.
Með nýju línunni á að vera séð
fyrir flutningsþörf til Blönduóss
næstu áratugi.
Unnið er að því að auka flutn-
ingsgetu til Hvammstanga og
Hofsóss með uppsetningu þétta
þar. Haldið var áfram uppbygg-
ingu innanbæjarkerfanna, og
sérstök áhersla lögð á endurbætur
á svokölluðum rafhitasvæðum,
svo sem Skagaströnd og Hofsós.
L