Húnavaka - 01.05.1983, Síða 222
220
HÚNAVAKA
Framkvæmdir á Hvammstanga,
Laugabakka, Blönduósi, Skaga-
strönd, Varmahlíð og Hofsósi
kostuðu alls um 3 milljónir króna.
Lokið var við styrkingu
Langadalslínu, með þrífösun frá
Laxárvatnsvirkjun að mótum
Langadals og Blöndudals. Einnig
er lokið byggingu nýrrar línu frá
aðveitustöð við Varmahlíð að
Steinstaðahverfi, til að auka
flutningsgetu í Lýtingsstaða-
hrepp.
Byggt var nýtt skrifstofuhús-
næði við Ægisbraut 3, Blönduósi,
sem er hluti af svæðisstöð fyrir
Norðurland vestra. Skrifstofan
var tekin í notkun í nóvember.
Hafin er bygging birgðaskemmu
sambyggða skrifstofuhúsinu.
Aætlað er að sú bygging verði
fokheld í ár.
Vegna hins alvarlega efna-
hagsástands sem nú ríkir, verður
mjög dregið úr framkvæmdum á
þessu ári. Fjárveitingar eru svip-
aðar að upphæð og á síðasta ári,
sem þýðir um helmings niður-
skurð framkvæmda.
Eina línubyggingin i ár er
byrjunarframkvæmd við nýja
línu frá aðveitustöð Byggðalínu
við Hrútatungu, til Laxahvamms
í Miðfirði, og reynt verður að
fylgja eðlilegri aukningu í innan-
bæjarkerfunum eftir því sem
byggðin þróast.
Rekstur raforkukerfisins hefur
gengið nokkuð vel í vetur. Þó
hafa nokkrar truflanir orðið á
Skaga og Heggstaðanesi vegna
seltu og hvassviðris. Mestu mun-
ar hvað rekstur Byggðalínu hefur
gengið vel. Hún hefur aldrei
rofnað í vetur, sem er mikil
breyting frá því sem verið hefur
undanfarin ár.
Sigurdur Eymundsson.
FRÁ FÉLAGSHEIMILINU
Á BLÖNDUÓSI.
Rekstur félagsheimilisins er viða-
mikill á ári hverju. Húsvörður er í
fullu starfi, auk allra þeirra sem
koma til starfa ef eitthvað stendur
til. Halldór Ármannsson var ráð-
inn húsvörður frá 1. ágúst 1981,
en mannaskipti standa til með
vorinu.
Bíógestir voru 11.479 á 122
sýningar, eða um 95 gestir á
hverja sýningu að meðaltali. Al-
mennir dansleikir voru 24 auk 10
árshátíða og þorrablóta. Flestir
voru gestirnir 620 á laugardags-
dansleik Húnavökunnar.
Leiksýningar voru 17 og komu
leikflokkar frá Ólafsfirði,
Hvammstanga, Skagaströnd og
Leikfélagi Reykjavíkur, auk sýn-
inga Leikfélags Blönduóss. Um
100 fundir af ýmsu tagi voru
haldnir í húsinu, stórir og smáir.
Margt annað var á döfinni t.d.
spilaði Sinfóníuhljómsveit ís-