Húnavaka - 01.05.1983, Page 232
230
HÚNAVAKA
1946 í Listamannaskálanum við
Alþingishúsið, seldust þá 69
myndir, er þótti mikið. Þá hélt
Magnús málverkasýningu á Dal-
vík 1982 er gekk mjög vel, voru á
þeirri sýningu margar mvndir úr
hinum fagra Svarfaðardal og
seldist fjöldi mynda.
Magnús hefur málað margar
myndir af Snæfellsnesi einkum
frá Arnarstapa, en þar segja
menn óþrjótandi námu náttúru-
undra og fegurðar. Magnús var
mjög handgenginn þessum stað
undir Jökli er hann vann þar um
árabil við vikurnámu. — Þá hef-
ur hann málað sem vænta má
mikið af myndum úr sínu heima-
héraði Austur-Húnavatnssýslu,
og af helstu köppum í bændastétt
af þessum slóðum. —Var almenn
ánægja með þessa sýningu á
Blönduósi 1979.
Um árabil hékk málverk af Gili
í Svartárdal á ellideild Héraðs-
hælisins á Blönduósi er gömul
hjón áttu, en er þau féllu frá fór
myndin til ættingja þeirra í
Reykjavík. Þótti sumum söknuð-
ur að henni, en úr því hefur verið
bætt með gjöfum Magnúsar Þór-
arinssonar listmálara til Héraðs-
hælisins á Blönduósi. Eru það
fimm málverk eftir hann sem nú
skal greint frá.
Þegar gengið er austur ganginn
á Elliheimilinu, blasir við stórt
málverk af Blönduósi, frá byrjun
þessarar aldar. Annað prýðir
baðstofuna þar sem fer fram
messugjörð á heimilinu, er það
mynd af frelsaranum sem hinum
góða hirði. — Eitt er af konu sem
hefur barn sitt á brjósti og hefur
verið sett upp þar sem mæðra-
skoðun fer fram. Að lokum eru
tvö er prýða dvalarheimili aldr-
aðra, Hnitbjörg, sem er í sam-
bandi við Héraðshælið.
Má segja að Magnús Þórarins-
son listmálari hafi sýnt ræktar-
semi við heimahagana, en hluti af
Blönduóss kauptúni — gamli
bærinn — er byggður í landi
Hjaltabakka.
Magnús hefur vinnustofu
ásamt sýningarsal á góðum stað i
Reykjavíkurborg, á horni Lauga-
vegs 12 og Bergstaðastrætis
„Nýja Galleríið“. Þar er gott að
koma og margt að sjá.
Pétur Þ. Ingjaldsson.
SKÓLAHALD AÐ
HÚNAVÖLLUM.
Húnavallaskóli er einn af 20
skólum í Norðurlandsumdæmi
vestra. Nemendur á skólasvæðinu
eru 171 á aldrinum 6-15 ára. Á
Húnavöllum eru 130 nemendur,
en 41 í skólaseljunum þremur:
Bólstað, Flóðvangi og Fremsta-
gili. Starfstími skólans er 8 mán-
uðir.