Húnavaka - 01.05.1983, Page 234
232
HÚNAVAKA
ári fékkst byrjunarfjárveiting i
nýjan kennarabústað, en hús-
næði fyrir kennara er mjög af
skornum skammti og háir skól-
anum.
Á síðastliðnu hausti var helm-
ingi neðri heimavistarinnar
breytt og tekinn undir kennslu
7-9 ára barna. Börnin hafa sér
inngang, en það auðveldar alla
umgengni og minnkar umferð í
aðalanddyri skólans. Við breyt-
inguna þurfti aðeins að taka einn
vegg milli tveggja herbergja þar
sem vinnusvæði nemendanna er,
og nefnist þar „Lambastaðir“
eftir fornu seli á Sauðadal.
Brevting heimavistarinnar bætti
úr brýnni þörf fyrir aukið
kennsluhúsnæði og nýtti um leið
þann hluta heimavistarinnar,
sem ekki var lengur þörf fyrir til
upphaflegra nota.
Haustið 1977 var fyrst tekinn
upp daglegur skólaakstur nem-
enda á stystu leiðum. Þróunin
hefur verið sú, að foreldrar hafa
óskað eftir auknum akstri; viljað
fá börnin heim, því hefur akstur-
inn aukist ár frá ári. I haust var
skrefið stigið til fulls og er nú
daglegur akstur á öllu skólasvæð-
inu. Revnslan hefur sýnt að
nauðsynlegt er að hafa efri vistina
til taks, þegar íslensk vetrarveðr-
átta geisar.
Breytingar á starfsliði:
Haustið 1981 var ráðinn yfir-
kennari að skólanum. Þar með
fékk skólinn aukinn stjórnunar-
kvóta til umráða, það léttir
skólastjórnunina og auðveldar að
takast á við hin mörgu viðfangs-
efni skólans sem er í sífelldri
mótun. Yfirkennari er Hannes
Sveinbjörnsson. Kona hans
María L. Einarsdóttir kennir
tónmennt og yngstu nemendum
skólans. Trausti Steinsson,
enskukennari tók einnig til starfa
haustið 1981.
Tveir kennarar sem höfðu
starfað við skólann um árabil,
hættu störfum á s.l. vori. Þau
Karl Lúðvíksson, íþróttakennari
frá Skagaströnd og Kristín I.
Marteinsdóttir, Gilá.
í haust hóf Inga Þórunn Hall-
dórsdóttir, Syðri-Löngumýri,
kennslu við skólann. Einnig
Oddur Friðriksson er kennir
íþróttir og Gréta Björnsdóttir,
Húnsstöðum er annast stuðn-
ingskennslu.
Ráðinn var húsvörður og við-
gerðarmaður i fullt starf, Sigurð-
ur Guðmundsson frá Skaga-
strönd. Marteinn Ág. Sigurðsson
gegndi því starfi áður í hluta-
starfi, en kennir nú bókband og
myndmennt í vetur.
Á s.l. sumri lét Erlendur Ey-
steinsson, Stóru-Giljá af starfi
skólanefndarformanns eftir 10