Húnavaka - 01.05.1983, Page 238
236
HÚNAVAKA
ekki getið hér. Safnstjórnin færir
öllum þessum gefendum þakkir.
Þá barst safninu höfðingleg
gjöf frá Júdit Jónbjörnsdóttur
Akureyri, en hún er Húnvetning-
ur að ætt. Hún færði segulbands-
upptökur af rímnalögum sem
faðir hennar Jónbjörn Gíslason
tók upp á fyrri hluta þessarar
aldar. Þarna er um ómetanlegan
fjársjóð að ræða, kveðnar margar
stemmur af mörgu fólki.
Þá ber að geta þess sem raunar
hæst ber, að á árinu fékk safnið
afhentan þann hluta í Bókhlöð-
unni sem því var í upphafi ætl-
aður. Þar eru tvær mjög rúmgóð-
ar geymslur og vinnuherbergi,
sem hægt er að lofa fólki, sem
leita þarf til safnsins, að nota.
Ætlunin er að hafa safnið opið
einu sinni til tvisvar í viku að
vetrinum en tíminn ekki endan-
lega ákveðinn.
Safnið hefur látið taka upp
raddir Húnvetninga og þá fljóta
oft með góðar sögur eða frásagnir.
Að lokum hvetur safnstjórnin
alla, sem hafa undir höndum
bækur og skjöl, sem ekki eru í
notkun að koma þeim til geymslu
i safninu. Allt er skrásett og auð-
velt að finna ef á þarf að halda.
Þá er sérstök ástæða til að
hvetja fólk til þess að láta safnið
hafa gamlar myndir eða a.m.k.
merkja þær og ánafna safninu.
Auk mannamynda eru allar aðr-
ar myndir vel þegnar.
Húnvetningar, minnumst þess
að skjalasafnið á að varðveita
eina dýrmætustu arfleifð héraðs-
ins, hið ritaða orð.
ú
Skrá yfir þá sem afhent hafa og
gefið héraðsskjalasafni skjöl,
myndir og segulband 1982
1. Asgrímur Kristinsson frá As-
brekku. Myndir og skjöl.
2. Pétur Ólason, Miðhúsum.
Skjöl.
3. Sigurður Þorbjarnarson,
Geitaskarði. Myndir.
4. Friðrik Friðriksson, læknir.
Mynd.
5. Þuríður Indriðadóttir, Gilá.
Myndir.
6. Marteinn Sigurðsson, Gilá.
Skjöl.
7. Jakob Guðmundsson á Ar-
bakka. Myndir.
8. Guðjón Hallgrímsson,
Marðarnúpi. Myndir.
9. Þóra Þórðardóttir, Blöndu-
ósi. Skjöl.
10. Guðrún Sæmundsen. Skjöl
og myndir frá Pétri Sæ-
mundsen.
11. Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson.
Kirknasafn.
12. Hannes Guðmundsson, Auð-
kúlu. Hreppsbækur.