Húnavaka - 01.05.1983, Page 239
HÚNAVAKA
237
13. Erlendur Eysteinsson. Skjöl
úr dánarbúi Sigurðar Er-
lendssonar Stóru-Giljá.
14. Júdit Jónbjörnsdóttir. Segul-
bönd með rímnakveðskap.
15. Bjarni Jónasson, Blöndu-
dalshólum. Handrit og skjöl.
Jí
HEIMILISIÐNAÐARSAFNIÐ
OPIÐ ALLA DAGA.
Á aðalfundi S.A.H.K., sem hald-
inn var á Húnavöllum 8. maí sl., í
boði Kvenfélagsins Vonarinnar í
Torfalækjarhreppi, kom fram að
nú starfa 235 konur í kvenfélög-
um sýslunnar.
Eins og í mörgum öðrum hér-
uðum landsins, er starfsemi
kvenfélaganna nokkuð misjöfn.
Sum starfa með miklum blóma,
en önnur með minna móti. Mörg
félaganna standa fyrir alls konar
námskeiðahaldi, þorrablótum,
jólaskemmtunum, skemmtifund-
um, heimsækja ellideild Héraðs-
hælisins og gera kirkjur hreinar
svo að eitthvað sé nefnt.
Menningarmálanefnd sam-
bandsins stóð fyrir listsýningu á
Húnavöku á sl. ári sem fyrr, og
var sýning á munum frá Textil-
félaginu. Þá gekkst menningar-
málanefndin einnig fyrir mál-
verkasýningu Maríu Hjaltadótt-
ur frá Hvoli í Vesturhópi, á Hótel
Blönduósi sl. vor. Mikið var unn-
ið í Heimilisiðnaðarsafninu á ár-
inu, við endurmerkingu muna
o.fl. Var safnið opið á hverjum
degi og komu margir gestir.
Haldinn var fundur samstarfs-
hópa minjasafna á Norðurlandi,
hér á Blönduósi sl. vor.
Þá stóð S.A.H.K. fyrir vinnu-
vöku dagana 23. og 24. október.
Mun ágóða hennar verða varið í
þágu aldraðra í héraði.
Orlofsferð var farin um miðjan
júlí. Var haldið suður Sprengi-
sand og farið allt austur að
Kirkjubæjarklaustri. Ferðin stóð í
þrjá daga, og voru konur afar
ánægðar með mjög svo vel
heppnaða ferð.
Elín.
ÞRÓTTMIKIÐ STARF.
Á árinu 1982 voru liðin 70 ár frá
stofnun USAH. Starfsemi sam-
bandsins var nokkur á árinu og
mun í þessum pistli getið um
helstu verkefni ársins.
65. þing sambandsins var
haldið á Blönduósi 6. mars og var
fjölmennt. Á þinginu voru þeim
Lárusi Ægi Guðmundssyni for-
manni Umf. Fram og Kristófer
Kristjánssyni fyrrverandi for-
manni USAH veitt starfsmerki
UMFf, fyrir langt og gott starf í
þágu ungmennafélagshreyfing-
arinnar. Gestir þingsins voru
Pálmi Gíslason formaður UMFf,