Húnavaka - 01.05.1983, Side 245
HÚNAVAKA
243
upphæð kr. 15.000 er varið var til
kaupa á húsgögnum i lestrarrými
fullorðinna. Menningarsjóður
K.H. á Blönduósi gaf kr. 10.000
sem nýttar voru til húsgagna-
kaupa í barnadeild.
Á það var bent að rúmgott
húsnæði ásamt aðgengilegum
húsbúnaði geri safnið hæfara til
að þjóna sínu hlutverki. Samt
sem áður er sá þátturinn í tilveru
þess sem í raun ákvarðar fyrirferð
þjónustu og þrótt starfseminnar
of veikur. Lögboðin fjárframlög
frá núverandi rekstraraðilum eru
ónóg, og þarf engan að undra, þvi
jafnhliða stórum rýmra húsnæði
og meiri umsvifa í starfi vex
rekstrarfjárþörfin.
Rafmagns- og hitunarkostnað-
ur vex, kostnaður við ræstingu
vex og vinnuþörf við bókavörslu
og störf henni tengd vaxa. Síðast
en ekki síst rekur þörf á auknum
bókakaupum hart á eftir, sér-
staklega er handbókakostur
safnsins enn þá rýr, þar sem það
er dýr flokkur og hefur þess vegna
setið á hakanum.
Yfirbókavörður, Ásta Rögn-
valdsdóttir bókasafnsfræðingur,
er nú aðeins í hálfu starfi hjá
safninu.
Aðstoðarbókavörður, Sigurður
Þorbjarnarson, hefur á yfirstand-
andi starfsári eingöngu unnið við
útlánin og uppgjör þeirra.
Augljóst er að safnið er í
starfssvelti, sem leiðir af sér að
möguleikar til góðrar, fjöl-
breyttrar þjónustu nýtast hvergi
nærri til fulls. Sem dæmi um
hversu aðsókn að safninu jókst
við komu þess í nýtt og betra
húsnæði er, að þá tvo mánuði
sem hægt er að bera saman við
hliðstæður, þ.e. des. 1982 og jan.
1983, þá fjölgaði lánþegum yfir
hundrað. Útlán jukust úr 1.488
bókum í des. 1981 í 2.353 í des.
1982 og úr 1.561 bók í jan. 1982 í
2.467 íjan. 1983.
Að fenginni reynslu þessara
tveggja mánaða má glöggt sjá að
safninu og viðskiptavinum þess
veitir ekki af að þar sé unnið fullt
starf. Sem leið að því takmarki
má benda á, að þau sveitarfélög
sem búa við því nær óvirk eða
alveg óvirk bókasöfn, en svo mun
vera í langflestum hreppum sýsl-
unnar, afhendi þau til Héraðs-
bókasafnsins og gerist aðilar að
rekstri þess og stuðli þannig að
því að það starf, sem þar er unnið
verði með fullri reisn, og góð að-
staða og þjónustumöguleikar
nýtist til fulls.
Þróun í þessa átt er þegar haf-
in. Áshreppur er þátttakandi að
fullu í rekstrinum og hefur lagt
sveitarsafn sitt til Héraðsbóka-
safnsins. Eru önnur sveitarfélög
hvött mjög eindregið til að fylgja
því fordæmi.
Starfsemi safnsins á liðnu ári
16