Húnavaka - 01.05.1983, Page 247
HÚNAVAKA
245
formaður öldrunarnefndar
Rauðakrossdeildarinnar.
Nýlega lauk skipulagi neyðar-
varnanefndar sem vinnur með
almannavarnanefnd sýslunnar,
ef aðstæður gefa tilefni til að al-
mannavarnanefnd starfi.
Ingvi Þór.
NÝJAR VERSLANIR
A BLÖNDUÓSI.
Verslunum hefur fjölgað nokkuð
ört á Blönduósi siðustu tvö árin.
Sérhæfa þær sig með ákveðnar
vörutegundir, meir en áður var,
og eru allar fremur smáar í snið-
um. Allar eru þær í einkaeign.
Osbœr stendur við Þverbraut og
er á jarðhæð í gamla Fróðahús-
inu. Verslunin var opnuð 4. júní
1981 og eru eigendur hennar
hjónin Ævar Rögnvaldsson og
Elín Grímsdóttir. Sér Elin um af-
greiðslustörfin ásamt konu í hálfu
starfi. Á boðstólum eru húsgögn,
gjafavara, ljós, leikföng, raftæki
og saumavara. Lögð er áhersla á
að vera sem mest með íslensk
húsgögn. Verslunin er opin alla
virka daga og einnig hluta af
laugardögum.
Óskaland er skóverslun sem tók
til starfa 1. júlí 1982 að Húna-
braut 19 á Blönduósi. Eigendur
eru Jenný Kjartansdóttir og Þor-
lákur Þorvaldsson. Verslunin er
til húsa í bílskúr eins og margar
aðrar smáverslanir. Skófatnaður
er til jafnt á fullorðna sem börn.
Þetta er eina skóverslunin á
Blönduósi fyrir utan skódeild
Kaupfélags Húnvetninga. Opið
er alla virka daga frá kl. 13-18.
Aþena er tískuverslun við
Húnabraut 11 á Blönduósi. Við
henni tók Halldór Ármannsson 1.
september 1982, en áður hafði
hún verið rekin af Ágústi
Waltherssyni á Sauðárkróki, frá
því í aprílbyrjun. Um afgreiðslu
sér eiginkona Halldórs, Bentína
Jónsdóttir. í versluninni er til
sölu fatnaður frá Karnabæ og
dönsk barnaföt, auk leikfanga.
Farið hefur verið í þrjár vel
heppnaðar söluferðir til Lauga-
bakka og eina til Skagastrandar.
Verslunin er í leiguhúsnæði.
Páll Ingþór.
SKÍÐATOGBRAUT.
Upphafið að því að skíðatog-
braut var sett upp við Blönduós
var það að nokkrir einstaklingar á
Blönduósi, sem áhuga hafa á
skíðaíþróttinni, fengu lánaða
togbraut hjá Skiðaskólanum í
Kerlingarfjöllum. Leigan fyrir
togbrautina átti að vera jeppa-
grind, sem festa átti undir
mótorinn, sem knýr togbrautina.
Blönduóshreppur lánaði vöru-
bifreið sína til að sækja togbraut-
ina suður í Kerlingarfjöll, og