Húnavaka - 01.05.1983, Síða 248
246
HÚNAVAKA
lagði hann einnig til rafmagns-
kapal að rafmótornum auk ýmis-
legs annars kostnaðar.
Togbrautin getur dregið um 40
manns í einu. Hún var sett upp í
brekkunni norðan við Blönduós
fyrir jólin 1982, en mest notuð nú
í febrúar. Þá voru oft 40-50
manns sem voru við skíðaiðkun í
einu, ef gott var veður.
Þeir sem stóðu að framgangi
þessa máls eiga þakkir skilið.
Páll Ingþór.
FRÁ SAMVINNUFÉLÖGTNUM
1982.
Byggingu og frágangi stórgripa-
sláturhússins lauk á árinu svo og
frágangi lóða sláturhúsanna
beggja. Þetta hús mun nú vera
eitt hið fullkomnasta sinnar
gerðar á landinu. Endanlegur
byggingarkostnaður varð kr.
4.538 þús. Yfirmaður beggja
sláturhúsa er Gísli Garðarsson.
Slátrun hófst 14. september og
var lokið 21. október. Slátrað var:
Dilkar 51.273 (fyrra ár 55.683),
fullorðið 6.175 (5.612). Innvegið
dilkakjöt 701 tonn (754), fullorð-
ið 120 tonn (105). Meðalþungi
dilka 13,73 kg (13,58). Innlögð ull
66 tonn (62).
Eftirtaldir bændur lögðu inn
500 dilka eða fleiri:
Dilkar
Félagsbúið
Stóru-Giljá ............ 957
Meðalvigt 15,01 kg
Ásbúið..................... 825
Meðalvigt 12,91 kg
Gísli Pálsson, Hofi ....... 742
Meðalvigt 13,78 kg
Guðsteinn Kristinsson,
Skriðulandi ............ 619
Meðalvigt 14,13 kg
Magnús Pétursson,
Miðhúsum................ 582
Meðalvigt 15,41 kg
Sigurjón Lárusson,
Tindum.................. 562
Meðalvigt 12,34kg
Jónas Hafsteinsson,
Njálsstöðum ............ 550
Meðalvigt 13,49 kg
Ævar Þorsteinsson,
Enni.................... 536
Meðalvigt 13,01 kg
Heiðar Kristjánsson,
Hæli.................... 533
Meðalvigt 13,59 kg
Ragnar Bjarnason,
Haga ................... 526
Meðalvigt 12,82 kg
Kristján Jónsson,
Stóradal................ 505
Meðalvigt 12,73 kg
\