Morgunblaðið - 27.02.2015, Page 42

Morgunblaðið - 27.02.2015, Page 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2015 Alls tóku 7.103 borgarbúar þátt í rafrænum íbúakosningunum Betri hverfi 2015 í Reykjavík, þ.e. 7,3% og hækkar úr 5,7% árið 2014 þegar fjöldi þátttakenda var 5.272. Talsvert fleiri konur en karlar tóku þátt í kosningunum en hlutfall kvenna sem kaus var 56% á móti 44% karla og var mynstrið svipað í öllum hverfum borgarinnar. Kosningaþátttaka var mest í Grafarholti og Úlfarsárdal, eða 9,1%, en næstmest í Vesturbæ, Hlíð- um og Laugardal en í þeim hverf- um tóku 8% íbúa þátt. Minnst var kosningaþátttakan í Breiðholti þar sem 5,7% tók þátt. Alls voru 107 hugmyndir að verkefnum í hverfum borgarinnar kosnar. Sum verkefnin eru lítil en önnur stærri og kostnaðarsamari. Hugmyndirnar að verkefnunum koma frá borgarbúum. Reykjavík- urborg skuldbindur sig til að fram- kvæma kosin verkefni. Rafræn íbúakosn- ing vinsælli  Fleiri konur en karlar þátttakendur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kosning Kosningaþátttakan var mest í Grafarholti og Úlfarsárdal. Lagt var til á fundi borgarráðs í gær að hætt verði við þrengingu Grens- ásvegar á milli Miklubrautar og Bú- staðavegar en áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 160 milljónir króna. Kemur þetta fram í tilkynn- ingu frá Sjálfstæðisflokknum sem lagði fram tillöguna í kjölfar þess að samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í fyrradag að leggja til við borgarráð að setja 150 milljónir krónur umfram fjárhagsáætlun í malbiksviðgerðir vegna þess hve malbik á götum borgarinnar er illa farið. „Við erum að leggja til hvernig megi klára þetta mál og leysa það með einhverjum hætti,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Fram kemur í tilkynningunni að umhverfis- og skipulagsráð hafi ekki lagt til með hvaða hætti spara mætti á móti þessu aukaframlagi. „Þessir peningar eru ekki teknir af trján- um,“ segir Júlíus og bætir við að ágætt sé að hætt verði við þrengingu Grensásvegar þar sem sú aðgerð hafi í raun engan tilgang annan en þann að tefja flæði umferðar. „Við höfum bent á margar aðrar leiðir til að tryggja öryggi vegfarenda. Gatan er sem betur fer ekki hættuleg og slys eru mjög fátíð,“ segir Júlíus. „Mikilvægt er hins vegar að fara í malbiksviðgerðir á götum borgar- innar þar sem lélegt viðhald gatna er að valda fjárhagslegu tjóni og skapar hættu í umferðinni,“ segir Júlíus. Málinu var frestað í borgarráði. Hætt verði við þrengingu Grensásvegar Morgunblaðið/Ómar Skemmdir Mikil þörf er á malbiksviðgerðum á götum borgarinnar.  Tillaga Sjálfstæðisflokks til að fjármagna malbiksviðgerðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á undanförnum vikum hand- tekið á annan tug manna og lagt hald á talsvert af fíkniefnum í að- gerðum sem beinast gegn sölu fíkniefna á samfélagsmiðlum. Við húsleitir í umdæminu tók lögreglan í sína vörslu kókaín, LSD og um 200 g af amfetamíni, auk kannabisefna sem var að finna á allmörgum stöðum. Enn fremur var lagt hald á peninga, sem taldir eru vera til komnir vegna fíkni- efnasölu. Í hópi hinna handteknu eru að- allega karlar á þrítugsaldri, en ein kona var handtekin í aðgerðunum. Flest málanna teljast upplýst. Að mati lögreglu er umfang fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum verulegt, en aðgerðunum verður framhaldið. Þess má geta að all- nokkrum Facebook-síðum, sem hafa boðið fíkniefni til sölu, hefur verið lokað. Handteknir fyrir dópsölu á Facebook 1360 Ísland RÓTARÝ DAGURINN VÖRPUM LJÓSI Á RÓTARY LAUGARDAGINN 28. FEBRÚAR 2015 WWW.ROTARY.IS |DAGSKRÁ: REYKJANESBÆR: Rótarýklúbbur Keflavíkur Duushús kl. 14-16 HAFNARFJÖRÐUR: Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar Rótarýklúbburinn Straumur Fjörður kl. 13-15, Bæjarbíó kl. 13-15, Sívertsenshús kl. 13-15 GARÐABÆR: Rótarýklúbburinn Görðum Kl. 12-14 Hagkaupum, Ísbúðinni, Ísafold, Toyota, Ásgarði og Álftaneslaug. KÓPAVOGUR: Rótarýklúbbur Kópavogs Rótarýklúbburinn Borgir Rótarýklúbburinn Þinghóll Smáralind kl. 12-17 SELTJARNARNES: Rótarýklúbbur Seltjarnarness Hagkaup Eiðistorgi kl. 11-13. REYKJAVÍK: Rótarýklúbburinn Reykjavík - Grafarvogur Rimaskóli kl. 13-15.30 Rótarýklúbbur Reykjavíkur Sóltún – hjúkrunarheimili kl. 14.30. MOSFELLSBÆR: Rótarýklúbbur Mosfellssveitar Krónan og í Kjarna kl. 12-13.30 AKRANES: Rótarýklúbbur Akraness Við rætur Akrafjalls kl. 10.30 BORGARNES: Rótarýklúbbur Borgarness Hjálmaklettur kl. 14. SAUÐÁRKRÓKUR: Rótarýklúbbur Sauðárkróks Kaffi Krókur kl. 13 (ganga) og kl. 14. ÓLAFSFJÖRÐUR: Rótarýklúbburinn Ólafsfirði Tjarnarborg kl. 19.30 NESKAUPSTAÐUR: Rótarýklúbbur Neskaupstaðar Fjórðungssjúkrahúsið kl. 14.30-16 EGILSSTAÐIR: Rótarýklúbbur Héraðsbúa Bókakaffi Fellabæ kl. 16-18 SELFOSS: Rótarýklúbbur Selfoss Krónan og Bónus kl. 13-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.