Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2014, Page 8

Ægir - 01.10.2014, Page 8
8 Múlavegur 18 / 625 Ólafsfjörður Njarðarnes 2 / 603 Akureyri Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegrar jólahátíðar og gæfu á komandi ári velfag.is „Ég hef unnið í fiskeldisgrein- inni frá árinu 1999 en aldrei upplifað annan eins uppgangs- tíma og nú. Vöxtur í greininni er gríðarlegur, fyrirtæki að stækka og ný að koma til sög- unnar. En það er líka að sama skapi mjög einkennandi hversu faglega er staðið að hlutunum, ólíkt því sem við sáum oft áður. Við sjáum líka stór og öflug fyr- irtæki í sjávarútvegi að baki nokkrum fiskeldisfyrirtækj- anna, sem er jákvætt því þau hafa burði til þess að sýna þol- inmæði með sitt fjármagn. Í fiskeldi þarf einmitt að bíða þess í nokkur ár að sjá árangur- inn, sýna biðlund meðan fiskur- inn vex og kemst í sláturstærð og verður að markaðsvöru. Fiskeldi er orðið að stórri at- vinnugrein á Íslandi og þýðing- armeiri en margir gera sér grein fyrir,“ segir Gunnlaugur Hólm Torfason, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins Eldislausna í Keflavík sem sérhæfir sig í þjónustu við fiskeldisfyrirtæki. Viðtækar lausnir fyrir eldisfyrirtækin Þjónustan sem Eldislausnir bjóða er fjölbreytt. Fyrirtækið sinnir ráðgjöf fyrir fiskeldisfyrir- tæki, annast uppsetningar og tengingar á öllum búnaði í fisk- eldi, sér um alla almenna pípu- og raflagnaþjónustu, dæluvið- gerðir, iðnstýringar og köfunar- þjónustu. Fyrirtækið framleiðir sjálft stærstan hluta þess bún- aðar sem það selur en hefur einnig umboð fyrir hreinsi- tromlur, ljós í kvíar og eldiskör, fóðurmyndavélar og súrefnis- framleiðslutæki. „Við höfum framleitt súrefn- isstýringar, fóður- og dælustýr- ingar, ljósastýringar og fleira sem allt er sérsniðið að þörfum F isk eld i Fiskeldi er að verða þýðingarmikil atvinnu- grein á Íslandi - segir Gunnlaugur Hólm Torfason, framkvæmdastjóri Eldislausna ehf. Fylgst með í eldiskví hjá Arnarlaxi.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.