Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2014, Side 12

Ægir - 01.10.2014, Side 12
12 Fjölveiðiskipið Vilhelm Þor- steinsson EA-11 í eigu Samherja hf. hefur frá því það kom nýtt inn í íslenska flotann haustið 2000 verið í hópi aflahæstu skipa landsins og það sem skapað hefur hvað mest afla- verðmæti ár hvert. Guðmundur Þ. Jónsson hefur staðið í brúnni og stjórnað skipinu lengst af þeim tíma, tók við haustið 2001 þegar skipið var ársgamalt. Í fyrstu var hann á móti Arn- grími Brynjólfssyni en hin síð- ari ár hefur mágur hans, Birkir Hreinsson, staðið vaktina á móti honum. Árið 2013 var bar Vilhelm um 44 þúsund tonna afla að landi og nam verðmæti hans um 4,3 milljörðum króna. Guðmundur er fæddur og uppalinn í Bolungarvík. Hann hóf sjósókn ungur að árum, rétt um 15 ára gamall var hann orð- inn háseti um borð í heima- bátnum Guðmundi Péturssyni. „Þetta var svonefndur tappa- togari,“ segir hann þegar fyrstu ár sjómannsferilsins eru rifjuð upp. Hann segir að það hafi legið beint við að fara á sjóinn. Bæði var að hann ólst upp í um- hverfi sem að stórum hluta snérist um sjósókn og vinnslu og einnig var faðir hans, Jón Eggert Sigurgeirsson, skipstjóri á Heiðrúnu ÍS. „Ég var á heima- bátunum til að byrja með, en fór svo til Vestmannaeyja og var þar um tíma. Síðan lá leiðin í Stýrimannaskólann haustið árið 1979,“ segir Guðmundur. Frá Þingeyri norður til Akureyrar Að námi loknu hélt hann á ný á heimslóðir fyrir vestan, settist að á Þingeyri og fékk stöðu annars stýrimanns á Sléttanesi sem gert var út þaðan. „Ég átti ágæt ár þar og var alls ekki á förum. Hafði þó einhvern tíma orðað það við konuna að ef ég fengi gott pláss myndi ég flytja með henni norður, en hún er frá Árskógsströnd,“ segir Guð- mundur. Það varð úr á árinu 1986 að fjölskyldan tók sig upp og flutti búferlum til Akureyrar, en hann hafði verið ráðinn fyrsti stýrimaður og afleysingaskip- stjóri á Margréti EA í eigu Sam- herja. Skipið var þá nýkomið til landsins eftir umfangsmiklar breytingar í Noregi, en það var sérútbúið til rækjuveiða. „Þetta var stórt og gott skip og rækju- veiði á þeim tíma með ágæt- um,“ segir hann. Neitaði tvívegis en lét svo sannfærast Áður hafði Guðmundur tvívegis neitað boði Samherjafrænda um starf hjá fyrirtækinu. „Ætli mér hafi ekki bara litist svona vel á í þetta sinn,“ svarar hann spurður um sinnaskiptin. „Það er ágætt að breyta til öðru hvoru og ætli þeim hafi ekki í þetta skiptið tekist að sannfæra mig. Þannig að það varð úr að við tókum okkur upp og ég hef aldrei séð eftir því. Þessi tími hefur verið mjög góður og ég er afskaplega ánægður með að starfa fyrir Samherja. Það ríkir mikill metnaður og framsýni innan fyrirtækisins, en það eru kostir sem drífa sjávarútveginn áfram og skila árangri.“ Hef verið heppinn á mínum ferli Guðmundur kom við á fleiri skipum í eigum Samherja, var um tíma fyrsti stýrimaður og af- leysingaskipstjóri á Hjalteyrinni Kóngur í sínu ríki á miðunum. Guðmundur Þ. Jónsson fylgist með úr brúarglugganum á Vilhelm Þorsteinssyni. Myndir: Ágúst Þór Bjarnason S jóm en n sk a n „Ég er stoltur af að hafa valið mér sjó- mennsku að ævistarfi og hef aldrei séð eftir því. Framtíðin er björt ef við höldum okkar striki ótrauð áfram, horfum fram á veginn og höfum augun opin fyrir þeim tækifærum sem hvarvetna blasa við innan greinarinnar.“

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.