Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.2014, Qupperneq 14

Ægir - 01.10.2014, Qupperneq 14
14 það fagni 15 ára afmæli næsta haust. Vilhelm sé sérhannað og smíðað til uppsjávarveiða og hafi alla tíð reynst afskaplega vel. Skipið hafi góðan kvóta í flestum tegundum og útgerðin standi þétt við bakið á mönn- um. Þá skipti góð áhöfn að sjálf- sögðu heilmiklu máli þegar horft er til velgengni undanfar- inna ára. „Þetta spilar allt sam- an, margir þræðir sem mynda eina heild. Það skemmir ekki fyrir að hafa góða kvótastöðu, framsýni stjórnenda útgerðar- innar hefur áhrif og þá hef ég verið mjög heppinn með áhöfn. Með mér um borð eru góðir menn sem kunna til verka og vinna vel saman. Það er mikil- vægt að menn hafi áhuga fyrir sínu starfi og geti látið hlutina ganga snuðrulaust fyrir sig. Um borð er góður andi, engin logn- molla heldur er keppnisandi í mönnum sem hafa metnað til að gera vel og hvetja hvern annan áfram. Metnaður til að ná árangri sem og brennandi áhugi fyrir starfinu skiptir öllu,“ segir Guðmundur. Umræðan of neikvæð Talið berst að umræðu um sjáv- arútvegsmálin en þau eru oftar en ekki í brennidepli í sam- félaginu. „Mér finnst umræðan alltof neikvæð og niðurdrep- andi,“ segir hann en vissulega sé af hinum góða að menn hafi áhuga á málefninu og vilji ræða það. Rifrildi, hvort heldur er milli hinna ýmsu hópa þjóð- félagsins eða innbirgðis t.d. milli sjómanna og útgerðar skili hins vegar ekki tilætluðum ár- angri. Mikilvægt sé að ræða málin af yfirvegun. „Því miður finnst mér umræðan oft byggð á vanþekkingu og jafnvel öf- und. Hún er undirliggjandi þáttur hjá býsna mörgum sem leggja orð í belg og það kann sjaldnast góðri lukku að stýra,“ segir hann. Greiðum umtalsverð gjöld til samfélagsins Guðmundur bendir í því sam- bandi á umræður um veiði- leyfa- og auðlindagjöld. „Út- gerðin vill greiða sanngjarnt gjald en auðvitað sýnist sitt hverjum þegar kemur að því að skilgreina hvað er sanngjarnt í þeim efnum,“ segir hann. Og bendir á að útgerðin greiði um- talsverð gjöld til samfélagsins. Sem dæmi nefnir hann líka að sjómenn hringinn í kringum landið greiði há opinber gjöld sem nýtist nærsamfélaginu til „Þessi tími hefur verið mjög góður og ég er afskaplega ánægður með að starfa fyrir Sam- herja. Það ríkir mikill metnaður og framsýni innan fyrirtækisins, en það eru kostir sem drífa sjávarútveginn áfram og skila árangri.“ Byrjað að dæla úr nótinni eftir kast á loðnumiðunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.