Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Síða 18

Ægir - 01.10.2014, Síða 18
18 Sjóhús við höfnina á Hauganesi á Árskógs- strönd. Myndir á veggjum kaffistofunnar endurspegla langa útgerðarsögu og á kop- arskildi á einum veggnum þakkar Skeljung- ur útgerðinni fyrir viðskipti í 75 ár. Og síðan eru liðin nokkur ár til viðbótar. Það styttist í hundrað ára afmæli útgerðar Níelsar Jóns- sonar á Hauganesi sem er eitt af dæmi- gerðum litlum fjölskyldufyrirtækjum í út- gerð á landinu. Útgerðin er samt sem áður nokkuð frábrugðin flestum slíkum því hún er líka elsta hvalaskoðunarfyrirtæki lands- ins og athyglisvert er að alla tíð hafa eig- endur hennar haldið tryggð við fiskveið- arnar yfir vetrarmánuðina. Það er því róið á mið þorsks og ferðamanna - í orðsins fyllstu merkingu. Árni Halldórsson er maðurinn í brúnni á bátum fyrirtækisins en útgerðin ber nafn langafa hans, Níelsar Jónssonar sem bjó í Kálfsskinni og síðar í Birnunesi, skammt norðan við Hauganes. Forfeður hans lögðu ásamt fleirum grunn að byggð- inni á Hauganesi með útgerð sinni og fisk- vinnslu og börðust fyrir bættri hafnarað- stöðu á staðnum sem gæti treyst byggðar- lagið. Sú varð líka raunin. Kynslóð fram af kynslóð Gunnar, sonur Níelsar Jónssonar í Birnunesi, sem fæddur var árið 1905 hóf útgerð sína frá Brimnesi en fluttist síðan á Hauganes og var þar með útgerð og fiskvinnslu í áratugi. Bátar hans báru ætíð nafn föður hans en síðari áratugi ævi sinnar rak Gunnar fyrir- tækið í félagi við syni sína, Níels og Halldór Kristbjörn. Þeirra synir, Árni Halldórsson, Halldór Halldórsson og Garðar Níelsson, vinna saman í útgerðinni í dag. Gunnar Níelsson, útgerðarmaður á Hauganesi, lést árið 1980 og um hann sagði Halldór Blöndal, þáverandi alþingismaður, í minningargrein í Morgunblaðinu að út- gerðarmaðurinn hafi alltaf trúað því að gæfa fylgdi því að láta báta fyrirtækisins bera nafn föður hans, Níelsar Jónssonar. „Þeir sem ætla sér að vinna við útgerð verða að vera afskaplega duglegir. Það er fyrsta skilyrði þess að hlutirnir gangi,“ sagði Gunnar Níelsson í viðtali í Morgunblaðinu sama ár og hann lést. Þeir feðgar voru nafn- togaðir aflamenn og merki þeirra hafa af- komendur stofnandans haldið á lofti allt fram á þennan dag. Báturinn í sparifötin á hverju ári Þrjátíu tonna eikar- og dekkbátinn Níels Jónsson EA-106 eignaðist útgerðin í ársbyrj- un 1975 og á honum hefur Árni verið nánast frá upphafi. Nú um áramótin verða 40 ár lið- in síðan útgerðin fékk bátinn, þó varla sé Gamalgróin fjölskylduútgerð sem gerir út á þorsk og ferðamenn Æ g isv iðta lið

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.