Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2014, Side 22

Ægir - 01.10.2014, Side 22
22 hlutfallslega hefur aukning farþega í hval- skoðun orðið meiri en fjölgun ferðamanna til landsins. Sömu dýrin ár eftir ár „Við sjáum að þetta eru sömu dýrin sem koma ár eftir ár og sumum þeirra höfum við gefið nafn,“ segir Árni sem oft sér úr eldhús- glugganum heima hjá sér á Hauganesi hvar hnúfubakurinn er þann daginn. „Oftast förum við hér stutt út á fjörðinn til að sjá hvalina og þeir eru stundum dög- um saman á sama blettinum. En færa sig svo til, stundum innar í fjörðinn eða utar,“ segir hann. Sjóstangveiði er alltaf hluti af hvalaskoð- unarferðunum á Níelsi Jónssyni og undan- tekningalítið er það mikil upplifun fyrir ferðamennina að draga fisk úr sjó. Margir hafa aldrei gert slíkt áður, hvað þá að þeir hafi séð fisk flakaðan. „Ég verð aldrei var við neina umræðu hjá okkar viðskiptavinum um hvalveiðar okkar Íslendinga eða neitt slíkt. Hins vegar kom einu sinni fyrir að við fengum formlega at- hugasemd frá farþega fyrir að hann hafi þurft að sjá gert að fiski. Í kjölfar þess tókum við upp þá reglu að spyrja hvort einhver hefði á móti sjóstangveiðinni en þetta er fá- títt. En vissulega hafi margir okkar farþega aldrei upplifað það að veiða fisk eða fara á sjó,“ segir Árni og hann er ekki í vafa um að stór hluti upplifunar gestanna er að sigla á þessum gamla og virðulega eikarbáti. „Báturinn hefur mikið aðdráttarafl og þó við höfum leyfi til að sigla með ferðamenn á báðum bátunum í dag þá eru margir sem Farþegar skoða hnúfubak. Útgerð Níelsar Jónssonar ehf. á Hauganesi er elsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins. Árni segir mikla uppsveiflu hafa orðið í þeirri þjónustu þegar hnúfubakurinn varð jafn algeng sjón á Eyja- firði og verið hefur raunin undanfarin ár.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.