Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.10.2014, Qupperneq 36

Ægir - 01.10.2014, Qupperneq 36
36 Botndýr Ígulker, beitukóngur, sæbjúga og kræklingur eru botndýr sem verið er að nýta hérlendis í einhverjum mæli. Þekkt veiðisvæði þessara tegunda eru frekar fá og lítil og má segja að þar séu þau fullnýtt, en margt bendir til þess að fleiri og stærri svæði finnist þar sem þessar tegundir eru í veiðanlegu magni. Kúfskel (Arctica islandica) (1. mynd) er eina vannýtta skeljategundin þar sem töluverð þekking á lífsháttum, útbreiðslu, stofnstærð og veiðum er til staðar. Kúfskel var veidd til manneldis á árunum 1987 til 2008 með nokkrum hléum. Landaður ársafli var frá 1.000 til 14.500 tonn en allar hefðbundnar veiðar lögðust af árið 2009 vegna markaðsaðstæðna. Þetta er líklega stærsti vannýtti skeldýrastofninn við Ísland, en stofninn hefur mælst yfir 600.000 tonn á ákveðnum svæðum við landið og er langt frá að öll mið hafi verið könnuð. Sandskel (Mya arenaria) (2. mynd), báruskel (Ciliatocardium ciliatum) (3. mynd), hjartaskel (Cerastoderma edule) (4. mynd) og krókskel (Serripes groenlandicus) (5. mynd) eru vinsælar matskeljar bæði vestan Atlantshafs og austan. Lítið er vitað um stofnstærð og útbreiðslu þessara tegunda hér og hafa þær ekkert verið nýttar. Þar sem útbreiðslukannanir og stofnstærðarmat hefur farið fram, eru þessir stofnar metnir litlir en útbreiðslan mismikil. Sandskel og hjartaskel fundust hér fyrst um miðbik síðustu aldar og eru líklega nýir landnemar með takmarkaða útbreiðslu en hinar tegundirnar teljast íslenskar. Allar þessar tegundir lifa niðurgrafnar í sandbotni og eru notaðir plógar við veiðarnar eða uppgröftur þar sem skeljarnar finnast grunnt. Aða (Modiolus modiolus) (6. mynd) finnst víða kringum landið en hefur verið sáralítið nýtt. Lítið er vitað um stofnstærðina en skelin heldur sig á 0-200 m dýpi, oft hálf eða alveg niðurgrafin í botninn, eða í rifum á milli steina og klappa. Erfitt getur verið að veiða öðu með botnplóg en þar sem hún hefur verið nýtt, hérlendis og erlendis, hefur hún aðallega verið handtínd af köfurum. Krabbar Krabbaveiðar hafa lítið verið stundaðar við Ísland hingað til en hér lifa nokkrar krabbategundir sem eru nýttar til matar annars staðar. Sumar þeirra eru eftirsóttir matkrabbar. Trjónukrabbi (Hyas araneus) (7. mynd) er sennilega algengasta krabbategundin hér við land og finnst allt í kringum landið. Þetta er fremur lítill krabbi (11 cm skjaldarlengd) sem finnst á 0-360 m dýpi en er algengur á innan við 50 m dýpi. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar í veiðum og vinnslu krabbans sem ekki hafa skilað árangri. Trjónukrabbi fæst talsvert í grásleppu- og þorskanet en engar beinar veiðar eru stundaðar á honum nú á tímum. Á Vannýttar sjávarlífverur við Ísland Fjölmargar tegundir sjávarlífvera finnast við Ísland sem eru lítt eða ekki nýttar en eru eftirsótt markaðsvara víða erlendis. Þessar tegundir tilheyra flest öllum hópum lífvera en hér verður aðeins stiklað á stóru og rætt um tegundir sem tilheyra botndýrum og botnþörungum. Í mörgum tilfellum er lítið eða ekkert vitað um útbreiðslu og stofnstærð þessara vannýttu tegunda en í öðrum tilfellum er einhver þekking til staðar. Guðrún G. Þórarinsdóttir. Karl Gunnarsson. Óskar Sindri Gíslason. S já v a rra n n sók n ir 1. mynd. Kúfskel. 2. mynd. Sandskel. 6. mynd. Aða. Höfundar eru Guðrún G. Þórarinsdóttir og Karl Gunnarsson, Hafrannsóknastofnun og Óskar Sindri Gíslason Rannsóknasetri Háskóla Íslands, Sandgerði. 3. mynd. Báruskel. 7. mynd. Trjónukrabbi. 4. mynd. Hjartaskel. 5. mynd. Krókskel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.