Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2014, Page 39

Ægir - 01.10.2014, Page 39
39 Nú fyrir jólin kom í verslanir nýtt fjölskyldu- og skemmtispil sem heitir Aflakló og snýst um að sigla kringum Ísland á fögr- um fiskiskipum, sækja fiskimið- in, fiska og selja aflann á rétt- um tíma. Hvarvetna leynast óvæntir gestir á borð við norska stórútgerðamenn, fær- eyska glaumgosa og furðuverur hafsins sem valda usla í landi Aflaklónna. Segja má að spilið sé blanda af tveimur af vinsælustu borðs- pilum Íslandssögunnar, þ.e. Hættuspilinu og Útvegsspilinu en Aflakló er hugsað sem spil fyrir alla aldurshópa. Ekki þarf þekkingu á sjómennsku til að spila, það eina sem þarf eru klókindi í að byggja upp veldi sitt og svífast einskis í að kleggja á hinum leikmönnunum. Höfundar Aflaklóar eru Bjarki Vigfússon, Haukur Már Gestsson og Milja Korpola en þau starfa öll hjá Sjávarklasanum. Aflakló - nýtt borðspil Borðspilið Aflakló er blanda af tveimur þekktum og vinsælum spilum frá fyrri tíð á Íslandi; Útvegsspilinu og Hættuspilinu. F réttir

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.