Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2014, Side 43

Ægir - 01.10.2014, Side 43
43 Valmundur er Siglfirðingur, fæddur 1961. „Það var gott að alast upp á Siglufirði. Þar var mikið af gömlum og ónýtum bryggjum frá því á síldarárun- um. Okkar leiksvæði var fjaran og bryggjurnar og maður datt í ófá skiptin í sjóinn! Ég reyni að heimsækja Siglufjörð á hverju ári en reyndar er það svo að fáir úr minni stórfjölskyldu búa þar lengur. Við erum sex bræður en enginn af okkur býr á Sigló. Tengdaforeldrar mínir búa þar hins vegar og við heimsækjum þau reglulega,“ segir Valmund- ur. Kona hans er Björg Sigrún Baldvinsdóttir og eiga þau Önnu Brynju, 31 árs, og Val Má, 27 ára. Barnabörnin eru tvö. Ætlaði að verða bóndi Valmundur var í sveit á sumrin á Úlfsstöðum í Vallahreppi á Héraði frá sjö til sextán ára ald- urs. „Það blundaði stundum í mér að verða bóndi en af því varð þó ekki. Ég fór í Iðnskólann á Siglufirði og ætlaði að læra rafvirkjun. En hjá sextán ára unglingi festist hugurinn ekki mikið við lærdóminn og úr varð að ég fékk pláss í einn túr á Stál- víkinni, skipi Þormóðs ramma, og þá var ekki aftur snúið. Ég var síðan háseti á Sigluvíkinni með Budda Jó þar til hann hætti árið 1986 og síðan áfram um tíma með Helga Jó og Jón- asi Sumarliða.“ Auk þess að róa vann Valmundur annað slagið í landi, bæði á netaverkstæðinu og í rækjuverksmiðjunni. Í útilegu með barnabarnið Unu Björgu á handleggnum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.