Ægir - 01.10.2014, Blaðsíða 43
43
Valmundur er Siglfirðingur,
fæddur 1961. „Það var gott að
alast upp á Siglufirði. Þar var
mikið af gömlum og ónýtum
bryggjum frá því á síldarárun-
um. Okkar leiksvæði var fjaran
og bryggjurnar og maður datt í
ófá skiptin í sjóinn! Ég reyni að
heimsækja Siglufjörð á hverju
ári en reyndar er það svo að fáir
úr minni stórfjölskyldu búa þar
lengur. Við erum sex bræður en
enginn af okkur býr á Sigló.
Tengdaforeldrar mínir búa þar
hins vegar og við heimsækjum
þau reglulega,“ segir Valmund-
ur. Kona hans er Björg Sigrún
Baldvinsdóttir og eiga þau
Önnu Brynju, 31 árs, og Val Má,
27 ára. Barnabörnin eru tvö.
Ætlaði að verða bóndi
Valmundur var í sveit á sumrin
á Úlfsstöðum í Vallahreppi á
Héraði frá sjö til sextán ára ald-
urs. „Það blundaði stundum í
mér að verða bóndi en af því
varð þó ekki. Ég fór í Iðnskólann
á Siglufirði og ætlaði að læra
rafvirkjun. En hjá sextán ára
unglingi festist hugurinn ekki
mikið við lærdóminn og úr varð
að ég fékk pláss í einn túr á Stál-
víkinni, skipi Þormóðs ramma,
og þá var ekki aftur snúið. Ég
var síðan háseti á Sigluvíkinni
með Budda Jó þar til hann
hætti árið 1986 og síðan áfram
um tíma með Helga Jó og Jón-
asi Sumarliða.“ Auk þess að róa
vann Valmundur annað slagið í
landi, bæði á netaverkstæðinu
og í rækjuverksmiðjunni.
Í útilegu með barnabarnið Unu Björgu á handleggnum.