Ægir

Volume

Ægir - 01.10.2014, Page 45

Ægir - 01.10.2014, Page 45
45 eða svo ákvað ég að verða við þessum óskum. Eins og staðan er núna reikna ég með því að geta byrjað af fullum krafti hjá Sjómannasambandinu með vorinu. Auk þess að starfa hjá Jötni er ég einnig hafsögumað- ur hér í Eyjum og í bæði þessi störf þarf að finna nýtt fólk. Það verður ekki auðvelt að fara frá Vestmannaeyjum, hér hef ég búið um helming af minni ævi og við eigum eðlilega fullt af góðum vinum og kunningjum hér. Ég hef byrjað hvern dag á bryggjurúnti og endað í kaffi á vigtinni þar sem menn kryfja lands- og heimsmálin. Það verður mikil eftirsjá í þessum ómissandi morgunstundum,“ segir Valmundur. Kjaramál efst á lista Varðandi brýnustu verkefnin framundan hjá Sjómannasam- bandinu staldrar Valmundur fyrst við kjaramálin, enda hafi sjómenn verið með lausa kjara- samninga í um fjögur ár. „Á meðan útvegsmenn gera kröfu um að sjómenn taki þátt í greiðslu m.a. auðlindagjalda er ekki hægt að semja. Við getum aldrei gengist inn á slíkt. Við skulum hafa í huga að útvegs- menn vísuðu deilunni til sátta- semjara fyrir um þremur árum en það hefur ekkert gerst. Sáttasemjari hefur þó boðað reglulega til funda, eins og honum ber, síðast í maí á þessu ári, en það hefur nákvæmlega ekkert gerst í málunum. Við fundum það á Sjómannasam- bandsþinginu nýverið að kjara- málin brenna á mönnum núm- er eitt, tvö og þrjú og inn í þau fléttast mönnunarmál á til dæmis nýjum skipum. Í núgild- andi kjarasamningi er fjölmargt sem á ekki lengur við, til dæmis ákvæði um lúðu- og spærlings- veiðar. Það er því brýnt að taka kjarasamninginn heildstætt upp og gera á honum nauðsyn- legar breytingar út frá því hvernig staðan er í dag.“ Betri staða en fyrir hrun Þrátt fyrir að kjarasamningar milli sjómanna og útvegs- manna hafi verið lausir í um fjögur ár telur Valmundur að megi segja að efnahagslega sé staða sjómanna nokkuð góð í dag. Fyrir hrun, t.d. árin 2004 og 2005, hafi verið erfitt að manna mörg skip vegna þess að sjó- menn hafi þá ekki verið of sælir af launum sínum. Á þessu hafi orðið breyting eftir hrun með falli krónunnar, sem þýddi að útvegsmenn og um leið sjó- menn fengu fleiri krónur fyrir afurðirnar. Hins vegar segir Val- mundur að staða sjómanna sé misjöfn eftir því í hvaða veiði- skap þeir séu. Fyrir sjö árum sameinuðust Sjómannafélag Reykjavíkur og Matsveinafélag Íslands í Sjó- mannafélagi Íslands og um leið sagði félagið sig úr Alþýðusam- bandi Íslands og Sjómanna- sambandi Íslands. Valmundur segir að það sé vissulega óheppilegt að sjómenn vinni að sínum hagsmunamálum á tveimur vígstöðvum. „Það hafa komið fram hugmyndir um ein sterk sjómannasamtök og ég hefði ekki á móti því að slíkt yrði að veruleika því þannig yrði slagkraftur okkar meiri,“ segir Valmundur Valmundsson. „Það verður ekki auðvelt að fara frá Vestmannaeyjum, hér hef ég búið um helming af minni ævi og við eigum eðlilega fullt af góðum vinum og kunningjum hér. Ég hef byrjað hvern dag á bryggjurúnti og endað í kaffi á vigtinni þar sem menn kryfja lands- og heimsmálin.“ Á sjómannadaginn í Vestmannaeyjum árið 2012. Hér eru nokkrir þeirra sem hafa starfað saman í Sjómanna- dagsráði Vestmannaeyja. Frá vinstri: Guðni Þór Pétursson, Valmundur Valmundsson, Halldór Þór Guðmunds- son, Ragnar Þór Jóhannsson (Raggi togari), Halldór Ingi Guðnason og Grettir Ingi Guðmundsson. Mynd: Óskar P. Friðriksson.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.