Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.2014, Síða 52

Ægir - 01.10.2014, Síða 52
52 Þau tíðindi eru stærst í nýrri stofnmælingu Hafrannsókna- stofnunar á botnfiski við landið að vísbendingar eru nú um að sjáist fyrir endann á langri nið- ursveiflu í ýsustofninum. Mældist árgangur ársins 2014 sá stærsti síðan stofnmælingar hófust að hausti hér við land árið 1996. Að sama skapi stað- festu mælingarnar góða stöðu þorskstofnsins en heildarvísi- tala um magn þorsks var sú hæsta frá upphafi stofnmæl- inganna. Liður í aðdraganda veiðiráðgjafar Eins og áður segir hófust stofn- mælingar að haustlagi, svokall- að haustrall, árið 1996 og var þetta því 18. árið í röð sem þær eru framkvæmdar. Rannsóknar- svæðið var umhverfis Ísland allt niður á 1500 metra dýpi, auk þess sem að svæðið náði að hluta inn í lögsögu Grænlands. Togað var með botnvörpu á 378 stöðvum en áhersla var lögð á að mæla helstu botn- læga nytjastofna og sérstök áhersla lögð á djúpkarfa, grá- lúðu og fleiri djúpsjávarfiska. Að þessu sinni voru togararnir Jón Vídalín VE og Ljósafell SU leigðir til rannsóknanna. „Meira fékkst af flestum teg- undum í stofnmælingu að hausti árið 2014 en undanfarin ár og eru vísitölur sumra teg- unda þær hæstu frá upphafi haustrallsins árið 1996. Vísitala þorsks er sú hæsta síðan mæl- ingar hófust árið 1996. Vís- bendingar eru um að 2014 ár- gangur ýsu geti orðið stór eftir langvarandi lélega nýliðun. Nið- urstöður mælingarinnar sem hér eru kynntar til bráðabirgða eru mikilvægur þáttur árlegrar úttektar Hafrannsóknastofnun- ar á ástandi helstu nytjastofna við landið sem lýkur með ráð- gjöf í júní 2015,“ segir í saman- tekt Hafrannsóknastofnunar um haustrallið. Staðfesting á styrk þorskstofnsins Stofnstofninn hefur vaxið hratt síðustu 7 ár og mælist enn eitt árið metfjöldi af gömlum fiski. Mun meira reyndist af þorski stærri en 80 cm en að meðaltali á árunum 1996-2013. Þetta kemur einnig fram í aldursskiptum vísitölum sem sýna að síðastliðin ár hefur fjöldi 8-13 ára þorsks farið vax- andi. Sú mæling að stærð árs- gamals þorsks, þ.e. árgangurinn frá 2013, í stofnmælingunni í mars væri slakur er staðfest nú haustrallinu. Vísitölur tveggja, þriggja og fimm ára þorsks, ár- ganganna frá 2009, 2011 og 2012, mældust hins vegar háar, en vísitala fjögurra ára fisks, þ.e. árgangsins frá 2010, er undir meðallagi. Fyrstu vísbendingar um 2014 árganginn gefa til kynna að hann sé yfir meðal- stærð,“ segir í skýrslu Hafrann- sóknastofnunar en meðal- þyngdir sex ára og eldri þorsks eru nú yfir meðaltali áranna 1996-2013, en um eða undir meðaltali hjá yngri fiski. Mest fékkst af þorski djúpt norðvest- ur, norður og austur af landinu og á Þórsbanka fyrir suðaustan land líkt og undanfarin ár. Heildarmagn fæðu í mögum smáþorsks (35-55 cm) og milli- þorsks (55-85 cm) árið 2014 var HDS 5/11 U/UX 110 bör 450 ltr/klst 1x230 volt Gufudælur Aflmiklir vinnuþjarkar HDS 10/20-4 M/MX 30-200 bör 500-1000 ltr/klst HDS 8/18-4 C/CX 30-180 bör 300-800 ltr/klst Með og án slönguhjóls Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð Haustrall Hafró í 18. sinn: Ýsustofninn sýnir loks batamerki Eftir sex ára niðursveiflu er ýsustofninn að rétta úr kútnum. F isk istofn a r

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.