Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.2014, Side 57

Ægir - 01.10.2014, Side 57
57 Samkvæmt samantekt Fiski- stofu hefur heildarafli af Ís- landsmiðum farið minnkandi síðustu tvo áratugi. Skýringanna er fyrst og fremst að leita í sam- drætti loðnuafla á seinni áratug þessa viðmiðunartímabils. Á fiskveiðiárunum 1992/93- 1996/97 var heildaraflinn að jafnaði um 1,7 milljónir tonna en rösk ein milljón tonna að jafnaði ef horft er á síðustu fisk- veiðiár, þ.e. frá fiskveiðiárinu 2009/10. Sjá má í meðfylgjandi súluriti að verulegur munur er enda á uppsjávaraflanum þessi síðustu ár miðað við það sem áður var, þrátt fyrir aukinn makrílafla. „Botnfiskafli á tímabilinu hefur hins vegar haldist nokkuð stöðugur. Á síðasta fiskveiðiári var heildarbotnfiskaflinn tæp- lega 446 þúsund tonn og hefur botnfiskaflinn aukist jafnt og þétt síðastliðin fjögur fiskveiði- ár, aðallega vegna aukins þorskafla sem hefur vegið á móti minnkandi ýsuafla af haf- svæðinu umhverfis landið. Það kemur fram annar veru- leiki þegar horft er til þróunar á uppsjávarafla á Íslandsmiðum síðastliðna rúma tvo áratugi. Síðan uppúr aldamótum hefur aflamagn úr helstu uppsjávar- tegundum farið minnkandi. Sérstaklega á þetta við um loðnu en „vítamínsprauta“ kom vissulega í uppsjávarveiðarnar hér við land þegar makríll fór að ganga í fiskveiðilögsöguna,“ segir í samantekt Fiskistofu. Heildaraflinn hefur farið minnkandi F réttir

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.